Tap í Laugardalnum og Pepsideildardraumurinn kvaddur

 • Knattspyrna
 • 17. ágúst 2015
Tap í Laugardalnum og Pepsideildardraumurinn kvaddur

Grindavík sótti Þrótt heim í Laugardalinn um helgina þar sem ekkert nema sigur kom til greina ef liðið ætlaði að halda Pepsideildardraumnum lifandi. Þróttarar voru fyrir leikinn í 2. sæti og höfðu unnið alla sína heimaleiki í sumar og því ljóst að Grindvíkingar þyrftu að tjalda öllu til ef þeir ætluðu sér að vinna leikinn. Grindvíkingar voru líklegir til að skora í fyrri hálfleik en staðan var markalaus í hálfleik.

Víkufréttir fjölluðu um leikinn:

„Leikurinn byrjaði nokkuð jafnt og skiptust liðin á færum í fyrri hálfleik en ekki vildi boltinn finna netmöskvana. Annað var uppi á teningnum í seinni hálfleik sem var algjörlega eign Þróttara og skoruðu þeir verðskuldað mark á 61. mínútu. 5 mínútum seinna tvöfölduðu þeir forustuna með glæsimarki Omars Koroma. Heimamenn fengu rautt spjald á 81. mínútu en það hjálpaði Grindvíkingum lítið sem ekkert. Lokatölur urðu því 2-0 fyrir Þrótti sem styrktu því stöðu sína í öðru sæti. Grindvíkingar eru áfram í því sjötta og eru nú 12 stigum á eftir Þrótturum þegar 18 stig eru eftir í pottinum og verður kraftaverk að eiga sér stað til þess að Grindvíkingar vinni sér sæti meðal þeirra bestu að ári.“

Grindvíkingar hafa þó ekki lagt árar í bát og Ásgeir Þór Ingólfsson fyrirliði lét hafa þetta eftir sér eftir leikinn:

„Við höldum áfram að sjálfsögðu. Við vorum að mæta gríðarlega sterku liði sem hefur ekki enn tapað á heimavelli og það þýðir ekkert að hætta núna. Við ætlum að halda áfram að safna í pokann og enda í topp fjórum."

Næsti leikur Grindavíkur er núna á morgun, heimaleikur gegn botnliði BÍ/Bolungarvík. Leikurinn hefst kl. 18:30.

Mynd: Fótbolti.net

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 25. apríl 2018

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

Fréttir / 24. apríl 2018

Sumarstörf hjá MAR Guesthouse

Fréttir / 24. apríl 2018

Útsvariđ á enda hjá Grindavík

Bókasafnsfréttir / 23. apríl 2018

Blá peysa međ látúnshnöppum...

Fréttir / 20. apríl 2018

Skráning hafin í Söngskóla Emilíu

Tónlistaskólafréttir / 19. apríl 2018

Vetrarfrí í tónlistarskólanum

Grunnskólafréttir / 17. apríl 2018

Morgunskraf stjórnenda

Fréttir / 17. apríl 2018

Menninga á Suđurnesjum á Facebook

Fréttir / 17. apríl 2018

Víđavangshlaupinu frestađ til 12. maí

Grunnskólafréttir / 17. apríl 2018

Vilt ţú taka ţátt í nemendaţingi vegna valgreina?

Nýjustu fréttir

3. bekkur í heimsókn á Ásabrautinni

 • Grunnskólafréttir
 • 25. apríl 2018

Vatnsleikfimi vor 2018

 • Fréttir
 • 24. apríl 2018

Útilestur hjá öđrum bekk

 • Grunnskólafréttir
 • 23. apríl 2018

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

 • Fréttir
 • 20. apríl 2018

Ađalfundur körfuknattleiksdeildar UMFG 26. apríl

 • Íţróttafréttir
 • 19. apríl 2018

Starfsdagur á föstudaginn

 • Grunnskólafréttir
 • 17. apríl 2018

Götur Grindavíkur sópađar

 • Fréttir
 • 17. apríl 2018