Fundur 7

  • Skipulagsnefnd
  • 14. ágúst 2015

null

7. fundur skipulagsnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, fimmtudaginn 13. ágúst 2015 og hófst hann kl. 17:00.


Fundinn sátu:

Sigurður Guðjón Gíslason formaður, Þórir Sigfússon aðalmaður, Marta Sigurðardóttir aðalmaður, Erla Ósk Wissler Pétursdóttir aðalmaður, Ólafur Már Guðmundsson aðalmaður og Ármann Halldórsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Fundargerð ritaði: Ármann Halldórsson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Dagskrá:

1. 1508016 - Brimketill: breyting á aðalskipulagi.
Tekin fyrir óveruleg breyting á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar. Breytingin tekur til austasta hluta iðnaðarsvæðisins merkt i9 og til staðsetningar Brimketils, sem er hverfisverndað svæði (HV2). Breytingin fyrir iðnaðarsvæði i9 er gerð á sveitarfélagsuppdrætti og með textabreytingu í kafla 4.12.2. í greinargerð. Breyting á staðsetningu Brimketils er eingöngu gerð á sveitarfélagsuppdrætti. Breytingin felst í því að mörk iðnaðarsvæðisins i9 sem er 664,6 ha að stærð eru færð um 148 m til vesturs en við það minnkar svæðið um 4,8 ha. Iðnaðarsvæðið verður um 659,8 ha að stærð eftir breytinguna. Svæðið sem liggur utan iðnaðarsvæðis eftir breytinguna verður skilgreint sem óbyggt svæði með hverfisvernd merkt HV 2, sem nú er staðsett nákvæmar en gert er á gildandi aðalskipulagi. Vegna vinnslu deiliskipulags fyrir Brimketil þarf að leiðrétta þessar villur til að samræmis gæti á milli aðal- og deiliskipulags. Gerð verður óveruleg breyting á gildandi deiliskipulagi fyrir Iðnaðarsvæði við Mölvík til að samræma mörkin.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytinguna skv. 2. mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og fela skipulagsfulltrúa hana til fullnaðarafgreiðslu.

2. 1508017 - Tankur í Þórkötlustaðarhverfi: Breyting á aðalskipulagi.
Tekin fyrir óveruleg breyting á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar. Breytingin tekur til hluta tengivegar (Eyjasund) norðan megin við hringtorgið við Austurveg, íbúðarsvæðis vestan megin við tengiveginn og búgarðabyggðar austan megin við veginn.

Tilgangur breytingarinnar er að stækka íbúðarsvæðið austan Eyjasunds svo gamall vatnstankur sem fyrirhugað er að nýta sem íbúðarhúsnæði sé innan þess.

Við stækkun svæðisins þarf að hliðra tengiveginum u.þ.b. 14 metra til austurs á um 200 m kafla, til að íbúðarsvæðið sé utan helgunarsvæðis vegarins. Íbúðarsvæðið er stækkað um 0,033 ha og búgarðabyggðin minnkuð um 0,2 ha. Breytingin felur eingöngu í sér breytingu á þéttbýlisuppdrætti aðalskipulagsins en ekki breytingu á greinargerð.
Breytingin er gerð í samráði við Vegagerðina. Ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytinguna skv. 2. mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og fela skipulagsfulltrúa hana til fullnaðarafgreiðslu. Skipulagsfulltrúa falið að kynna breytinguna fyrir landeigendum.

3. 1501153 - Breyting á deiliskipulagi hesthúsabyggðar, fráveita í rotþró og stækkun byggingarreitar við reiðhöll.
Tekið fyrir eftir grenndarkynningu breyting á deiliskipulagi hesthúsabyggðar. Breytingarnar eru m.a. að byggingarreitur fyrir reiðhöll stækkar um 12m til vesturs og texti um holræsa- og lagnakerfi breytist á þann hátt að í stað þess að byggð á deiliskipulagssvæðinu tengist holræsakerfi bæjarins verður hver og einn að vera með rotþró innan lóðar. Ein athugasemd barst í kynningarferlinu. Í athugasemdinni er gert athugasemd við lóðaskipan við Hópsheiði 10 og vísað til munnlegs samkomulags við Hópsheiði 8 og 12 og óþinglýstu lóðarblaði dagsett 10.7.2007. Þessu fyrirkomulagi var hins vegar mótmælt við fyrri grenndarkynningu og vísað til þinglýsts lóðarblaðs og þar að auki er stuðst við þinglýst lóðarblöð lóðanna við gerð skipulagsins og hefðum og venjum í skiptingu raðhúsalóða.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagsfulltrúi svari athugasemdinni með þessum rökum og feli skipulagsfulltrúa skipulagið til fullnaðarafgreiðslu og senda skipulagið til skipulagsstofnunar og auglýsa í b-deild stjórnartíðinda.

4. 1501021 - Deiliskipulag miðbæjar - Ránargata og Hafnargata. frh.
Tekið fyrir eftir auglýsignu deiliskipulag miðbæjar, Hafnargata Ránargata. Auglýstur athugasemdafrestur var frá og með 20 maí sl. til 15. júlí sl. Ein athugasemd barst frá Vísi hf. þar sem óskað er eftir fjölgun bílastæða á svæðinu og bent er á svæði við Seljabótin og Álfhól. Tekið hefur verið tillit til athugasemdarinnar og auka bílastæði sett við Seljabótina og við Álfahól. Umsagnir án athugasemda bárust frá Umhverfisstofnun og Orkustofnun en umsagnir með athugasemdum bárust frá siglingarsviði Vegagerðarinnar og Minjastofnun. Búið er að setja inn minjar á deiliskipulagsuppdrátt sbr. athugasemd Minjastofnunar og tillit veðrur tekið til athugasemdar Vegagerðarinnar við hönnun vega sbr. athugasemd Vegagerðarinnar.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið skipulagið til fullnaðarafgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5. 1507022 - Mölvík: breyting á deiliskipulagi
Um er að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi iðnaðarsvæðis við Mölvík dags. 10.12.2012. Skipulagið var auglýst í b-deild Stjórnartíðinda þann 07.02.2013.

Stærð skipulagssvæðisins er 61,4 ha og er svæðið hluti af iðnaðarsvæði i9 í aðalskipulagi Grindavíkur 2010 - 2030. Svæðið afmarkast af strönd til suðurs og óbyggðu svæði til annarra átta, sem er að mestu lítt gróið og sandorpið hraun. Í aðalskipulagi er um að ræða austasta hluta iðnaðarsvæðis i9 en austan og norðan við svæðið er land skilgreint sem óbyggt svæði. Nesvegur liggur um svæðið og er aðkoma inn á það frá honum.

Tilgangur breytingarinnar er að samræma mörk deiliskipulags fyrir iðnaðarsvæðið við Mölvík og nýs deiliskipulags fyrir hverfisverndarsvæðið við Brimketil. Breytingin felst í því að skipulagsmörk deiliskipulagsins færast til vesturs um 148 m og minnkar svæðið um 4,8 ha. Eftir breytingu verður hið deiliskipulagða svæði 56,6 ha að stærð. Svæðið sem liggur utan þess eftir breytingu á deiliskipulagi verður skilgreint sem óbyggt svæði með hverfisvernd (HV2) í aðalskipulagi og deiliskipulagt sem útsýnis- og útivistarsvæði við Brimketil.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytinguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og fela skipulagsfulltrúa hana til fullnaðarafgreiðslu.

6. 1503166 - Brimketill: deiliskipulag
Tilgangur verkefnisins er að vinna skipulag fyrir hverfisverndarsvæði
Brimketils þar sem lögð er áhersla á bætt og öruggara aðgengi og aukið
verði gildi svæðisins til útivistar. Í leiðinni er verið að stýra umferð og vernda svæðið með auknum ágangi. Megin markmið með deiliskipulagsáætluninni er að skilgreina aðkomu að svæðinu, skilgreina áningastaði og bílastæði og bæta aðstöðu til útivistar á svæðinu í heild. Áninga- og útsýnisstaðir sem og stígagerð verði aðlagað landi eins og kostur er til að minnka sjónræn áhrif.
Svæðið er skilgreint sem hverfisverndarsvæði HV2 í aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2010-2030.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja lýsinguna og fela skipulagsfulltrúa hana til auglýsingar skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

7. 1508015 - Reiðstígur í girðingastæði: umsókn um framkvæmdaleyfi
Erindi frá hestamannfélaginu Brimfaxa. Í erindinu er óskað eftir framkvæmdaleyfi fyrir reiðstíg í gamla girðingarstæðinu norðan við Þórkötlustaðahverfi.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja veitingu framkvæmdaleyfis.

8. 1501202 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara, Brú Emerald slhf.
Málinu vísað til umhverfis- og ferðamálanefndar til umsagnar.

9. 1508011 - Víkurbraut 8: Umsókn um byggingarleyfi

Erindi frá Þórkötlu ehf. kt. 440407-1290 í erindið er óskað eftir leyfi fyrir því að stækka neðri hæð ásamt risi og kvist íbúðarhúss til norðausturs uþb. 2,4m. og staðsetja tvö smáhýsi norðaustan megin við húsið. Hvert smáhýsi fyrir sig er á lengd 8m x 5m breitt, 40m2. Erindinu fylgja teikningar unnar af Tækniþjónustu SÁ dagsettar 27.07.2015.

Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin með fyrirvara um samþykki eigenda Bjargs, og Víkurbrautar 5 og 10. Byggingarleyfi verður gefið út þegar tilskyldum gögnum hefur verði skilað inn til byggingarfulltrúa.

10. 1506082 - Umsókn um byggingarleyfi: Útistofa við Laut
Tekið fyrir eftir grenndarkynningu umsókn um byggingarleyfi fyrir útistofu á Laut við Laut 1 lnr 200-715. Áætlað er að útistofan hýsi 16 börn. Fyrirhuguð framkvæmd var áður kynnt íbúum sem gerðu athugasemdir. Eftir það hafi húsinu verið hnikað á teikningu fjær lóðarmörkum til þess að koma til móts við nágranna. Tvær athugasemdir bárust. Í athugasemdunum er mótmælt fyrirhuguðum framkvæmdum. Bent er á að með tilkomu útistofunnar mun útsýni skerðast og umferð um svæðið aukast sem skapi hávaða og truflun. Með framkvæmdinni er talið að verðgildi fasteigna þeirra rýrast. Einnig er bent á að teikningar séu ekki stimplaðar af byggingarfulltrúa og útihúsið utan byggingarreits. Skipulagsnefnd bendir á að teikningar eru stimplaðar af byggingarfulltrúa áður en byggingarleyfi er gefið út en með umsókninni er verið að bæta við byggingarreit áður en þær fara til byggingarfulltrúa til samþykktar. Skipulagsnefnd telur að eftir að húsinu hafi verið hnikað á teikningu sé skerðing útsýnis hverfandi en göngustígur skilur lóðirnar að. Einnig bendir nefndin á að einunungis muni börnum á leikskólanum fjölga um 10-15% við breytingarnar og muni því umgangur um svæðið aukast lítillega. Að því sögðu er nefndin tilbúin að koma enn frekar til móts við athugasemdir íbúa og færa fyrirhugaða staðsetningu 2 m fjær lóðarmörkum. Eftir breytinguna verður útistofan 8,4 m frá lóðarmörkum Lautar 35 eða 11,3 m í mæni útistofunnar.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja byggingaráformin. Byggingarleyfi verður gefið út af byggingarfulltrúa þegar tilskyldum gögnum hefur verið skilað inn.

11. 1508018 - Umsókn um byggingarleyfi: Tankur í Þórkötlustaðahverfi.
Erindi frá Arnari Frey Jónssyni. Í erindinu er óskað eftir byggingarleyfi fyrir breytingar á vatnstank í Þórkötlustaðahverfi í íbúðarhúsnæði. Erindinu fylgja teikningar unnar af Róberti Svavarssyni dags. 19.07.2015.

Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin að undangenginni grenndarkynningu og aðalskipulagsbreytingu.

12. 1507061 - Norðurvör 8: umsókn um byggingarleyfi
Erindi frá Þórunni E. Andrésdóttur. Í erindinu er óskað eftir byggingarleyfi fyrir breytingum á þaki og nýju fordyri á austurhlið við Norðurvör 8. Erindinu fylgja teikningar unnar af Arkform arkitektastofu dags. júlí 2015. Einnig fylgir erindinu yfirlýsing nágranna við Norðurvör 6,7,9 og 10 og Suðurvör 5 og 7.

Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin. Byggingarleyfi verður gefið út af byggingarfulltrúa þegar tilskyldum gögnum hefur verið skilað inn.

13. 1505060 - Umsókn um byggingarleyfi: Hraunbraut 3

Tekið fyrir eftir grenndarkynningu. Erindi frá Petru Rós Ólafsdóttur. Í erindinu er óskað eftir byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Hraunbraut 3. Erindinu fylgja teikningar unnar af Atla Davíð Smárasyni kt: 120783-5729 dagsettar 21.04.2015. Á kynningartíma barst ein athugasemd.

Skipulagsfulltrúa falið að leggja drög að svörum fyrir bæjarstjórn og leggur til að byggingaráformin verði samþykkt. Byggingarleyfi verður svo gefið út af byggingarfulltrúa þegar tilskyldum gögnum hefur verið skilað inn.

14. 1505051 - Umsókn um byggingarleyfi: Víkurbraut 34
Tekið fyrir eftir grenndarkynningu. Engar athugasemdir bárust. Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin. Byggingarleyfi verður gefið út af byggingarfulltrúa þegar tilskyldum gögnum hefur verið skilað inn.

15. 1506113 - Menningar- og sögustígar: Kort
Málinu frestað. Málinu vísað til umhverfis- og ferðamálanefndar.

16. 1508021 - Umsókn um byggingarleyfi: Dalbraut 3
Erindi frá Birgi Sigurðssyni. Í erindinu er óskað eftir byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Dalbraut 3. Erindinu fylgir riss.

Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og telur það ekki kalla á grenndarkynningu eins og því er lýst í erindinu. Byggingarleyfi verður gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi hönnunargögn hafa borist.

17. 1506136 - Varnarsvæði: Afmörkun
Lagt fram.

18. 1508081 - Túngata 7: óks um stækkun lóðar
Málinu frestað.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:20.

 

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135