Saga Lionsklúbbs Grindavíkur kemur út í haust, vilt ţú vera međ?

  • Fréttir
  • 14. ágúst 2015

Lionsklúbbur Grindavíkur vinnur nú að ritun sögu klúbbsins, en hann fagnaði 50 ára afmæli í vor. Klúbburinn hefur frá stofnun verið leiðandi í líknar- og menningarstarfi bæjarins en kallar nú eftir aðstoð bæjarbúa við að koma þessu verkefni á koppinn. Hér að neðan fylgir afrit af dreifibreifibréfi sem klúbburinn sendi öllum bæjarbúum nú á vordögum:

Ágæti Grindvíkingur!

Í hartnær 50 ár hefur Lionsklúbbur Grindavíkur verið í forystuhlutverki í félags- og líknarmálum Grindvíkinga. Málefnin eru mörg og upphæðirnar misháar. Það hefur aldrei staðið á okkur þegar til okkar hefur verið leitað og höfum við reynt eftir fremsta megni að aðstoða sem flesta og láta gott af okkur leiða í gegnum starf félagsins.

Saga klúbbsins spannar nú eins og áður sagði næstum 50 ár, en hún nær aftur til ársins 1965. Saga Lionsklúbbs Grindavíkur er ekkert einkamál fárra „karlmanna." Hún er í raun samtvinnuð sögu Grindavíkurbæjar á mörgum sviðum. Í klúbbnum hafa starfað margir sveitastjórnarmenn og klúbburinn hefur oftar en ekki komið að mörgum málum sem tengjast sögu bæjarins, bæði beint og óbeint.

Þessa sögu langar okkur að skrá niður í bók og deila henni svo með öllum þeim sem hana vilja lesa og kynna sér. Okkur þótti viðeigandi að gefa söguna út núna þegar 50 ára afmæli klúbbsins nálgast, í maí á næsta ári. Í 50 ár höfum við í Lions aðstoðað ykkur Grindvíkinga, en nú biðjum við ykkur um aðstoð við útgáfu þessarar bókar sem er í raun saga okkar allra.

Fyrir sex þúsund króna framlag getur þú tryggt þér eintak af bókinni í forsölu og um leið tryggt nafnið þitt á lista yfir velgjörðarmenn bókarinnar sem verður fremst í henni. Þeir sem vilja taka þátt í því með okkur að láta þetta verkefni verða að veruleika eru beðnir um að senda tölvupóst á lions.grindavik@gmail.com með helstu upplýsingum. Um leið viljum við auglýsa eftir ljósmyndum úr starfi klúbbsins ef einhver lúrir á þeim.

Einnig er hægt að hafa samband við 50 ára afmælisnefnd klúbbsins:

Ástmar Kári Ástmarsson, formaður - 840-3081 - kariadda@simnet.is
Matthías Oddgeirsson, varaformaður - 821-7477 - matthias@isholf.is
Ólafur Ragnar Sigurðsson - 696-6637 - hilsi@simnet.is
Einar Bjarnason - 893-9006 - einar_bjarna@simnet.is
Hörður Jónsson - 894-1891 - hordjons@yahoo.com

Þeir sem vilja styrkja verkefnið með frjálsum framlögum og upphæð að eigin vali geta lagt inn á reikning 0146-05-1016 . Kennitala klúbbsins er 490776-0369

Með fyrirfram þökk,
fyrir hönd Lionsklúbbs Grindavíkur,
Hörður Jónsson, formaður.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál

Fréttir / 27. mars 2024

Loftgćđi og mengun