Viltu auglýsa vetrarstarfiđ í Frístundahandbókinni?

  • Fréttir
  • 12. ágúst 2015

Líkt og fimm síðustu ár er fyrirhugað er að gefa út fyrir haustið FRÍSTUNDAHANDBÓKINA í öll hús í bænum þar sem hægt verður að finna upplýsingar um íþrótta- og tómstundafélög sem starfa í Grindavík og það starf sem verður í boði veturinn 2014 - 2015.  

Frístundahandókina í fyrra má sjá hér.

Æskilegt er að í handbókinni komi fram helstu upplýsingar um félagið/deildina. Nokkrar línur um starfsemi vetrarins, hverjir eru forsvarsmenn, aðsetur, heimasíða, netfang o.s.frv. Þá er gott að fá senda 1-2 myndir úr félagsstarfinu.
Hjá íþróttafélögum er æskilegt að upplýsingar um æfingatíma (æfingatöflur), hver þjálfar hvaða flokk/aldur o.s.frv. komi fram.

Eftirtalin félög/félagasamtök voru með í fyrra:
• Aðalstjórn UMFG og allar deildir
• Félagsmiðstöðin Þruman
• Dansskólinn
• Félagsstarf eldri borgara
• Golfklúbbur Grindavíkur
• Fjáreigendafélag Grindavíkur
• Hjónakúbbur Grindavíkur
• Hestmannafélagið Brimfaxi
• Unglingadeildin Hafbjörg
• Bókasafnið
• Björgunarsveitin Þorbjörn
• AA samtökin
• Slysavarnadeildin Þórkatla
• Grindavíkurkirkja
• Stangveiðifélag Grindavíkur
• Lionsklúbbur Grinda´vikur
• Greip - Félags handverksfólks
• Pílufélag Grindavíkur
• Skógræktarfélag Grindavíkur
• Skotfélag Grindavíkur
• Rauði krossinn í Grindavík
• Kvenfélag Grindavíkur
• Miðstöð símenntunar

Þeir sem hafa hug á því að vera með upplýsingar um sitt félag eða sína starfsemi þurfa að senda þær á netfangið thorsteinng@grindavik.is í síðasta lagi miðvikudaginn 27. ágúst. Litið verður þannig á að þeir aðilar sem ekki senda inn upplýsingar fyrir þann tíma hafa ekki áhuga á að vera með í bæklingnum.

Fyrirhugaður útgáfudagur er upp úr mánaðarmótum.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!