21-0
21-0

Hreint út sagt ótrúlegur leikur fór fram á Grindavíkurvelli á laugardaginn þegar Grindavík tók á móti botnliði 1. deildar kvenna, Hvíta riddaranum. Fyrir leikinn hafði Hvíti riddarinn fengið á sig að meðaltali 7 mörk í leik í sumar, en þau urðu þrefalt fleiri í þessum leik, eða 21! Lokatölur leiksins urðu 21-0 fyrir Grindavík sem gjörsamlega valtaði yfir Hvíta riddarann. Með sigrinum tyllti Grindavík sér aftur í toppsætið við hlið FH, en bæði lið eiga eftir að leika tvo leiki.

Það væri vægt til orða tekið að segja að leikmenn Hvíta riddarans hafi aldrei séð til sólar í leiknum. Yfirburðir Grindavíkur voru algjörir frá fyrstu mínútu, enda skoruðu þær mark á rúmlega 4 mínútna fresti. Það má telja gestunum það til tekna að þær gáfust aldrei upp og héldu áfram að berjast og hvetja hver aðra en getumunurinn á liðunum var einfaldlega gríðarlegur. Þar fyrir utan mættu gestirnir aðeins með 11 leikmenn til leiks og spiluðu hluta leiksins 10 þegar einn leikmaður þurfti að fara útaf til aðhlynningar vegna meiðsla.

Margrét Albertsdóttir setti 8 mörk í leiknum og Sashana Campell 5. Alla markaskorara má sjá hér að neðan:

Grindavík 21-0 Hvíti Riddarinn

1-0    Margrét Albertsdóttir Mark 13
2-0    Sashana Carolyn Campbell Mark 15
3-0    Marjani Hing-Glover Mark 16
4-0    Margrét Albertsdóttir Mark 19
5-0    Lára Rut Sigurðardóttir Mark 24
6-0    Guðrún Bentína Frímannsdóttir Mark 26
7-0    Sashana Carolyn Campbell Mark 27
8-0    Guðrún Bentína Frímannsdóttir Mark 28
9-0    Sashana Carolyn Campbell Mark 36
10-0  Sashana Carolyn Campbell Mark 36
11-0  Sashana Carolyn Campbell Mark 39
12-0  Margrét Albertsdóttir Mark 42
13-0  Anna Þórunn Guðmundsdóttir Mark 47
14-0  Margrét Albertsdóttir Mark 48
15-0  Margrét Albertsdóttir Mark 52
16-0  Margrét Albertsdóttir Mark 54
17-0  Helga Guðrún Kristinsdóttir Mark 59
18-0  Sara Hrund Helgadóttir Mark 63
19-0  Margrét Albertsdóttir Mark 65
20-0  Margrét Albertsdóttir Mark 76
21-0  Helga Guðrún Kristinsdóttir Mark 88

 

 

Nýlegar fréttir

fim. 18. jan. 2018    Ţorrablót á Króki á morgun
fim. 18. jan. 2018    Grindavík lagđi Keflavík - Dagur Ingi skorađi tvö
miđ. 17. jan. 2018    Kennarar úr Kópavogi í heimsókn
miđ. 17. jan. 2018    Handverk og hönnun - kynningarfundur í Kvikunni á morgun
miđ. 17. jan. 2018    Grćnfánanum flaggađ viđ Laut í fjórđa sinn
miđ. 17. jan. 2018    Pabba og afakaffi á Laut föstudaginn 19. janúar
miđ. 17. jan. 2018    Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ
miđ. 17. jan. 2018    Fjölnisstúlkur fóru međ öll stigin úr Mustad-höllinni
miđ. 17. jan. 2018    Snyrtilegir fyrstu bekkingar
miđ. 17. jan. 2018    Óskilamunir
ţri. 16. jan. 2018    Ađalfundur GG laugardaginn 3. febrúar
ţri. 16. jan. 2018    Brennibolti í Hópinu nćstu tvo fimmtudaga
ţri. 16. jan. 2018    Flugukastnámskeiđ í Hópinu á sunnudögum
ţri. 16. jan. 2018    Björn Berg og Hákon Ívar áfram í Grindavík, Milos og Magnús Björgvins á förum
ţri. 16. jan. 2018    Grindavík gerđi jafntefli viđ FH í Fótbolta.net mótinu
ţri. 16. jan. 2018    Íbúafundur um Sjóarann síkáta í dag
mán. 15. jan. 2018    Grindavíkurstúlkur bikarmeistarar í 9. flokki
mán. 15. jan. 2018    Sigmundur Davíđ milliliđalaust á Bryggjunni á morgun
mán. 15. jan. 2018    Jón Axel stigahćstur í sigri Davidson
mán. 15. jan. 2018    Grindavíkurstúlkur bikarmeistarar í 10. flokki
fös. 12. jan. 2018    Opiđ sviđ á Bryggjunni föstudaginn 19. janúar
fös. 12. jan. 2018    Dósasöfnun meistaraflokks kvenna frestast aftur vegna veđurs
fös. 12. jan. 2018    Icelandic courses at MSS - Beginners and advanced
fim. 11. jan. 2018    Mest lesnu fréttir ársins 2017
fim. 11. jan. 2018    Grindavíkurstúlkur í bikarúrslitum um helgina
Grindavík.is fótur