Makríl landađ í Grindavíkurhöfn

  • Fréttir
  • 7. ágúst 2015

Síðastliðið sumar var ótrúleg traffík minni báta í Grindavíkurhöfn sem lönduðu makríl sem óð nánast í fjöruborðinu hér við Grindavík. Eitthvað hafa makrílveiðarnar gengið hægar þetta sumarið en þó berast nú fréttir af því að smábátar séu að fá ágætan afla hér við Grindavík

Vefsíðan „Skipamyndir og fróðleikur Emils Páls“ greindi frá:

„Þeir smábátar sem eru tilbúnir til makrílveiða hafa verið að þreifa fyrir sér á undanförnum dögum. Sum svæði virðast nánast vera dauð, enn sem komið er og eru dæmi um að bátar sem leituðu í Stakksfirði, Garðsjó og sunnanmegin við Suðurnesin hafi sumir aðeins komið með 300 kg. eftir daginn. Á meðan berast fréttum um að t.d. Siggi Bessa SF hafi í fyrradag fengið 9 tonn og Fjóla GK tæp 6 tonn við Grindavík.“

Togarar Þorbjarnar hafa haldið sínu striki við makrílveiðar í sumar og fiskað ágætlega. Meðfylgjandi mynd var tekin í gær þegar landað var úr Gnúpi GK 11, alls 296 tonnum af makríl, 9 tonnum af síld og 3 túnfiskum.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir