Skrifađ í skýin - Sólný Pálsdóttir í viđtali viđ Morgunblađiđ

  • Fréttir
  • 4. ágúst 2015

Í sunnudagsblaði Morgunblaðsins núna um helgina birtist einlægt viðtal við Grindvíkinginn Sólnýju Pálsdóttur. Í viðtalinu talar Sólný um fjölskyldulífið í Mánahrauninu sem oft er ansi fjörlegt en hún og maður hennar, Sveinn Ari Guðjónsson, eiga saman fimm syni. Sá yngsti, Hilmir, var hálfgerður laumufarþegi en Sólný trú­ir að hann hafi átt að fæðast og seg­ir inni­halds­ríkt að ala hann upp en viður­kenn­ir að hafa verið veru­lega brugðið. Hún ræðir um áföll­in í líf­inu af ein­lægni, um lífið með fötluðu barni, um and­legt gjaldþrot, for­eldram­issi og ákvörðun um að breyta lífi sínu.

Á mbl.is má lesa hluta viðtalsins, en það er í heild sinni í prentaðri útgáfu blaðsins. Við birtum hér brot úr því:

Það er eng­in logn­molla í Mána­hraun­inu í Grinda­vík þar sem Sól­ný Páls­dótt­ir ljós­mynd­ari býr ásamt eig­in­manni og fimm son­um. Ég hef það á til­finn­ing­unni að það hafi aldrei verið mikið logn í kring­um þessa glaðlyndu fimm barna móður, sjálf ein af sex systkin­um. Hún reyn­ir eft­ir fremsta megni að koma son­un­um í spari­föt fyr­ir mynda­tök­una og það geng­ur á ýmsu. Þeir týn­ast út um allt hús, þess­ir litlu klæða sig jafn­h­arðan úr föt­un­um og elstu vilja ráða sjálf­ir hverju þeir klæðast.

„Einn, tveir, þrír, fjór­ir, fimm," tel­ur Sól­ný þegar hún reyn­ir að koma þeim sam­an út í hraunið fyr­ir aft­an hús. Er ekki erfitt að koma öll­um í spari­föt­in á aðfanga­dag? spyr blaðamaður. „Jú, við borðuðum einu sinni á nátt­föt­un­um," svar­ar Sveinn Ari Guðjóns­son, faðir þeirra, og bros­ir. Eft­ir að hafa náð að smella mynd­um af mömm­unni með alla dreng­ina sína fimm fáum við ró til að spjalla.

Söng­elsk­ur systkina­hóp­ur

Sól­ný er yngst af sex systkin­um en 15 ár eru á milli elsta og yngsta. Hún er dótt­ir út­gerðar­hjón­anna Páls H. Páls­son­ar og Mar­grét­ar Sig­hvats­dótt­ur. Þau stofnuðu út­gerðarfé­lagið Vísi áður en Sól­ný fædd­ist og fluttu þá úr Kefla­vík til Grinda­vík­ur þar sem Sól­ný er fædd og upp­al­in.

„Ég svo mik­ill Grind­vík­ing­ur að ég fædd­ist þar í heima­húsi hjá ynd­is­legri konu sem nú er lát­in, Rósa Ljósa, og þegar mamma var að eiga mig söng Raggi Bjarna í út­varp­inu: „Magga, við skul­um eign­ast átta krakka" og mamma sagði mér alltaf þessa sögu á hverj­um af­mæl­is­degi mín­um," seg­ir Sól­ný og bros­ir að minn­ing­unni.

Móðir henn­ar var mjög söng­elsk og það var mik­il tónlist á heim­il­inu, börn­in spiluðu flest á hljóðfæri og sungu mikið. „Það var alltaf fullt hús og mikið fjör. Mér fannst æðis­lega gam­an að eiga þessi eldri systkini, ég var langyngst og dá­lítið dekruð. Bræður mín­ir fóru ung­ir á sjó­inn og sigldu stund­um til Eng­lands þegar ég var lít­il og komu alltaf fær­andi hendi með dúkk­ur og alls kon­ar fínirí. Ég átti mjög góða æsku, en ég er sex árum yngri en syst­ir mín," seg­ir hún.

Enn í dag er mik­ill sam­gang­ur á milli systkin­anna en fimm af sex búa enn í Grinda­vík. Þau hitt­ast gjarn­an og syngja sam­an og hafa gefið út tvo geisladiska, Lög­in hans pabba og Lög­in henn­ar mömmu en þau eru sam­an í fjöl­skyldu­band­inu Bakka­lábandið. Síðasta sjó­mannadag héldu þau minn­ing­ar­tón­leika um for­eldra sína en þau hefðu átt 60 ára brúðkaup­saf­mæli þenn­an dag. Tón­leik­arn­ir voru haldn­ir í kirkj­unni í Grinda­vík fyr­ir fullu húsi. Sól­ný er með fal­lega söngrödd sem hún hef­ur erft frá móður sinni.

Óperu­söng­kona heima í stofu

Margét móðir henn­ar var heima­vinn­andi en vann einnig ýmis störf hjá Vísi en aðaláhuga­málið var tónlist. Þegar fjöl­skyld­an sett­ist að í Grinda­vík var eng­inn tón­list­ar­skóli í bæn­um og seg­ir Sól­ný að móðir sín hafi átti mik­inn þátt í upp­bygg­ingu tón­list­ar­lífs í Grinda­vík.
Sólný og fjölskylda.

Hún hafði fal­lega söngrödd og dreymdi um óperu­söngs­fer­il en lét sér nægja að efla tón­list­ar­líf Grind­vík­inga og ala upp sex börn, enda í nógu að snú­ast. „Það var alltaf draum­ur­inn henn­ar en var bara ekk­ert í boði, hún var auðvitað að ala upp sex börn og byggja upp fyr­ir­tæki," seg­ir Sól­ný. Mamma henn­ar spilaði á harmonikku og pí­anó og lærði söng hjá Maríu Mark­an og var í mörg­um kór­um.

„Mamma leysti öll mál við pí­anóið, ef eitt­hvað kom upp á sett­ist hún bara við pí­anóið. Þetta var stund­um eins og tón­list­ar­skóli heima af því hún tók líka krakka í kennslu á pí­anó og svo stofnaði hún litla söng­hópa," seg­ir Sól­ný. „Mér finnst svo fal­legt við mömmu að hún náði að nýta allt sem hún hafði, fyrst hún gat ekki orðið fræg óperu­söng­kona úti í heimi var hún það bara heima í stofu," seg­ir hún.

Stór fjöl­skylda alltaf á dag­skrá

Við stíg­um nú fram til nú­tím­ans en Sól­ný er sjálf rík að börn­um. Hún og maður­inn henn­ar Sveinn eiga sam­an fimm syni á aldr­in­um fjög­urra ára til tví­tugs þannig að það er líf og fjör á henn­ar heim­ili, eins og forðum daga á æsku­heim­il­inu. Sveinn átti tvær dæt­ur fyr­ir þannig að börn­in eru sjö tals­ins.

„Ég ætlaði alltaf að eiga mörg börn," seg­ir Sól­ný. „Ég er eins og áður sagði yngst af sex en maður­inn minn er líka úr barn­margri fjöl­skyldu en hann er yngst­ur af fimm systkin­um og eini strák­ur­inn, þannig að við vor­um bæði ákveðin í að eiga stóra fjöl­skyldu. Og hann var bú­inn að leggja sitt af mörk­um þegar við byrjuðum sam­an en hann átti þá tvær ynd­is­leg­ar dæt­ur þannig að við héld­um bara áfram," seg­ir hún og bros­ir.

Sól­ný ákvað að flytja úr Grinda­vík á unglings­ár­um og fór í Mennta­skól­ann á Eg­ils­stöðum en þar kynnt­ist hún manni sín­um. Þau hjón­in kynnt­ust í gegn­um tón­list­ina en Sól­ný söng í hljóm­sveit í menn­tó en Sveinn var þar bassa­leik­ari. Tón­list­in hef­ur alltaf tengt þau hjón sam­an en mikið er spilað og sungið á heim­il­inu.

Eft­ir mennta­skóla lá leiðin í kenn­ara­há­skól­ann og svo var haldið heim á ný til Grinda­vík­ur þar sem hún kenndi við grunn­skól­ann. Þegar Vís­ir keypti fyr­ir­tæki á Djúpa­vogi fluttu þau þangað, en Sveinn vinn­ur hjá fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­inu. Þau bjuggu þar í sex ár en fluttu svo aft­ur til Grinda­vík­ur.

Fimmti son­ur kom óvænt

Sól­ný og Sveinn eignuðust syn­ina Guðjón, Sig­hvat, Pálm­ar og Fjölni og allt fór nán­ast eft­ir plan­inu en Sól­ný seg­ir að hún hafi ætlað að feta í fót­spor móður sinn­ar. „Ég ætlaði að gera allt eins og mamma, að eign­ast fyrsta barnið 25 ára og eiga sex börn, síðasta um fer­tugt. Ég næst­um því náði því mark­miði um fer­tugt, með sex börn alls, fjóra syni og tvær fóst­ur­dæt­ur. En þá kom einn laumuf­arþegi þegar ég var 41 árs," seg­ir Sól­ný og hlær.

Fimmti dreng­ur­inn, Hilm­ir, er með Downs-heil­kenni. „Það var alls ekki á dag­skrá að eiga fleiri börn en Fjöln­ir var þá bara eins árs og mikið eyrna­barn og hafði lítið sofið frá fæðingu. En Hilm­ir tók sjálf­stæða ákvörðun um að fæðast inn í þessa fjöl­skyldu. Ég held að hann hafi setið á himn­um og horft niður og hugsað: vá, fjörið þarna, þangað vil ég fara," seg­ir Sól­ný og bros­ir að þessu en viður­kenn­ir að heim­ur­inn hafi farið á hvolf þegar hann fædd­ist.

Mynd: mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!