Komdu Reykjanesinu á kortiđ međ ţínu atkvćđi

  • Fréttir
  • 28. júlí 2015

USA TODAY tilkynnti á dögunum um topp 20 staði sem keppa nú um að vera besti óþekkti eða under-the-radar rómantíski staðurinn í heiminum, og verða þá sennilega í kjölfarið ekkert sérlega óþekktir lengur. Reykjanesskaginn er einn af þeim stöðum sem tilnefndur er og keppir um að vera einn af þeim tíu bestu. Við minnum á að enn er hægt að kjósa, og það er hægt að kjósa oft.

Á síðu USA TODAY er hægt að taka þátt í kosningunni sem stendur yfir í fjórar vikur og líkur henni þann 3. ágúst n.k. Hver og einn getur kosið einu sinni á dag fram að lokadegi kosningarinnar. Sigurvegarar munu verða tilkynntir þann 7. ágúst. Eins og staðan er í dag er Reykjanes í 5. sæti, það yrði frábær árangur að enda á topp 10. Koma svo!

Ýttu hér til að taka þátt í kosningunni.

Við erum að vonum ánægð með tilnefninguna og hvetjum ykkur til að taka þátt og dreifa boðskapnum.

Visit Reykjanes greindi frá.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir