Grindavík á toppnum í 1. deild kvenna, viđtal viđ fyrirliđann í Víkurfréttum

  • Knattspyrna
  • 27. júlí 2015

Árangur Grindavíkurkvenna í fótboltanum í sumar hefur vakið athygli út fyrir bæjarmörkin enda liðið enn taplaust á toppi síns riðils með 20 stig af 24 mögulegum. Næsti leikur liðsins er útileikur gegn Fram á morgun, þriðjudag, kl. 20:00. Víkurfréttir fjölluðu um liðið í síðasta tölublaði og tóku fyrirliðann, Bentínu Frímannsdóttur, tali.

Af vef Víkurfrétta:

Kvennalið Grindavíkur er í góðum málum í B-riðli 1. deildar kvenna og situr eitt á toppi riðilsins með 20 stig, 5 stigum á undan FH og Fram.

Grindavíkurkonur gerðu 2-2 jafntefli við Fjölniskonur um liðna helgi þar sem að Marjani Hing-Glover og Helga Guðrún Kristinsdóttir skoruðu mörk Grindavíkinga en Grindavík hefur ekki tapað leik það sem af er Íslandsmóti og hafa aðeins gert 2 jafntefli til að hindra þær frá því að vera með fullt hús stiga en óhætt er að segja að liðið sé til alls líklegt í baráttunni um Pepsí deildar sæti að ári. Bentína Frímannsdóttir, leikmaður Grindavíkur segir að stefnan sé alltaf sett á að gera vel hverjum leik og að vinna sér inn sæti á meðal þeirra bestu: „Ég tel að það skipti miklu máli fyrir kvennaknattspyrnuna í Grindavík að að markmið séu skýr og stefnan að vera meðal þeirra bestu, því við erum fyrirmyndir yngri stelpna í fótboltanum í Grindavík."

Liðið leikur gegn Fram á nýjum velli Framara í Úlfarsárdal n.k. þriðjudag k. 20 þar sem að liðið getur slitið sig enn lengra frá næstu liðum en Framarar eru í 3. sæti riðilsins, 5 stigum á eftir Grindavíkurkonum. „Leikurinn leggst mjög vel í mig og liðið og erum við klárar í það verkefni. Við komum til með að vera skipulagðar í okkar leik, láta boltann ganga hratt á milli leikmanna og fyrst og fremst að njóta þess að spila."

Þið eruð á toppi b-riðils 1. deildar og eruð ósigraðar. Hver hefur verið lykillinn að þessu góða sumri hjá ykkur fram að þessu?

„Ég held að ástæðan fyrir okkar velgengni sé sú að það hefur verið mikil leikgleði hjá okkur í sumar. Hópurinn er vel samstilltur, nokkrir reynsluboltar ásamt ungum og efnilegum stelpum og erum við flestar úr liðinu uppaldnir Grindvíkingar sem þekkjum hver aðra vel. Það skiptir miklu máli að hafa gaman á æfingum og að leikmenn njóti þess að spila. Einnig er umgjörðin í Grindavík í kringum leikina okkar til fyrirmyndar."

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir