Vinnuskóli Codland 2015

  • Fréttir
  • 18. júlí 2015

Codland vinnuskólinn verður haldinn í Grindavík 27. til 30. júlí n.k. Börn sem fædd eru á árunum 2000 og 2001 er gefinn kostur á að taka þátt. Þátttakendur fá greitt í samræmi við launatöflu vinnuskólans. Fjöldi þátttakenda takmarkaður.

Markmið

Codland vinnuskólinn hefur það að markmiði að efla áhuga ungs fólks á sjávarútveginum og sýna þátttakendum nýja sjávarútveginn og þau víðfeðmu áhrif sem hann hefur á okkar samfélag.

Dagskrá

Nemendur fá fræðslu um íslenskan sjávarútveg, fara í vettvangsferðir í fiskvinnslur og skip, fá starfskynningar, kynnast starfsemi frumkvöðla og vinna verkefni í nýsköpun.

Hvað er Codland?


Codland var stofnað árið 2012 og er í eigu Vísis hf. og Þorbjarnar hf. Markmið Codland er að stuðla að framþróun í sjávarútvegi með áherslu á fullnýtingu, þróun og samstarf. Codland hefur að leiðarljósi að hámarka nýtingu sjávarafurða og hvetja til umræðu og samstarfs sem skapar grundvöll til frekari þróunar og auknu verðmæti afurða.

Skráning stendur yfir á codland@codland.is


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir