Scott Ramsay kvaddi Grindavík međ sigri

  • Knattspyrna
  • 15. júlí 2015

Scott Ramsay lék sinn síðasta leik fyrir Grindavík í sumar í gærkvöldi þegar hann kom inná sem varamaður gegn KA og lagði upp sigurmarkið. Scotty sem verður fertugur í haust hefur því að öllum líkindum leikið sinn síðasta keppnisleik í gulu treyjunni en hann mun leika með Reyni frá Sandgerði í 2. deildinni það sem eftir lifir sumars.

Scott Ramsay hefur leikið á Íslandi síðan 1997. Hann á að baki 320 keppnisleiki í deildum og bikar og hefur skorað í þeim 51 mörk, mörg þeirra afar glæsileg úr föstum leikatriðum. Scotty hóf sinn feril á Íslandi með Reyni í Sandgerði og mætti því segja að hann væri að loka hringnum. Hann kom til Grindavíkur sumarið 1998 en fór í KR 2003, þá Keflavík og síðan í Víði. Hann snéri svo aftur heim 2007 og hefur leikið með Grindavík síðan, í heildina 266 leiki og skorað í þeim 40 mörk.

Við hér á Grindavík.is þökkum Scotty kærlega fyrir hans framlag til grindvískrar knattspyrnu og óskum honum góðs gengis á nýjum stað og vonum að kallinn komist nú loksins í langþráð og verðskuldað sumarfrí með fjölskyldunni!


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir