AFS leitar ađ fósturfjölskyldum fyrir komandi haust

  • Fréttir
  • 6. júlí 2015

AFS á Íslandi leitar nú að áhugasömum fósturfjölskyldum til að taka að sér skiptinema á komandi hausti. Á hverju ári tekur AFS á Íslandi á móti 25 -35 erlendum skiptinemum frá öllum heimsálfum og gefur um leið Íslendingum tækifæri til að flytja framandi menningu inn á heimili sitt hér á Íslandi með því að taka að sér ungmenni á aldrinum 15-19 ára í 5 eða 10 mánuði.

Hér má sjá lista yfir þá heilsársnemendur sem eru væntanlegir í lok ágúst. Bæði er um nemendur á grunnskóla- og framhaldsskólaaldri að ræða. Fósturfjölskyldur eru af öllum gerðum Þið þurfið fyrst og fremst að vera hjartahlý, sveigjanleg og með áhuga á að opna heimili ykkar fyrir skiptinema og leyfa honum að taka þátt í lífi og starfi fjölskyldunnar. Skiptinemar koma frá margs konar fjölskyldum og eru tilbúnir til þess að kynnast einhverju nýju. Þið þurfið ekki að vera kjarnafjölskylda, heimavinnandi, í stóru húsi, enskumælandi eða með heitan mat í öll mál.

Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu AFS á Íslandi. Einnig má senda tölvupóst á solveig@afs.org eða hringa í síma 552 5450.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!