Fundur 1385

  • Bćjarráđ
  • 1. júlí 2015

null

1385. fundur Bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 30. júní 2015 og hófst hann kl. 17:00.
Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson varaformaður, Kristín María Birgisdóttir formaður, Ásrún Helga Kristinsdóttir aðalmaður, Marta Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi, Róbert Ragnarsson bæjarstjóri og Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri.
Formaður leitar heimildar í upphafi fundar til að taka mál á dagskrá með afbrigðum.

1506150 Gangstéttar: yfirborð í Hópshverfi
Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1. 1506083 - Félagsþjónustu- og fræðslusvið: Tillaga að skipulagsbreytingum
Bæjarstjóri og sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs kynntu tillögu að skipulagsbreytingum á sviðinu. Fræðslunefnd og félagsmálanefnd hafa fjallað um tillöguna og lýst stuðningi.

Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.

2. 1506128 - Tónlistarkóli: Hljóðfærakynning
Nökkvi Má Jónsson, sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs kynnti tillögu að breyttu fyrirkomulagi varðandi hljóðfærakynningu til nemenda í Grunnskóla Grindavíkur. Fyrirkomulagið hefur verið á þann veg að nemendur í 5. bekk skólans fái kynningu en fyrirliggjandi tillaga miðar að því að hljóðfærakynningin fari inn í 4. bekk skólans. Skólastjóri Grunnskóla Grindavíkur styður tillöguna. Jafnframt er óskað eftir því að nemendur í verðandi 5. bekk fái hljóðfærakynningu á næsta skólaári svo þeir fari ekki á mis við kynninguna. Sú ráðagerð hefur í för með sér að fækkun nýnema verður um 8 næsta skólaár.

Fræðslunefnd leggur til að tillaga skólastjóra verði samþykkt og óskar eftir því að bæjarstjórn veiti heimild til aukins fjármagns til tónlistarskólans til mæta fækkun nýnema næsta skólaár.

Bæjarráð frestar afgreiðslu.

3. 1506053 - Undirskriftalistar: Íbúar í Heiðarhrauni og Hvassahrauni mótmæla breyttri götumynd
Skipulagsnefnd hefur tekið fyrir undirskriftarlista frá íbúum í Hvassahrauni þar sem mótmælt er uppsetningu á gróðurbeðum í götunni. Í erindinu er bent á að beðin fækki bílastæðum, passi illa að götumynd, munu vera umhirðulaus, auki slysahættu gangandi vegfarenda og að þau loki fyrir aðgengi að húsum.
Skipulagsnefnd hefur lagt að sviðsstjóra verði falið að fjarlægja blómakerin. Áætlaður kostnaður við framkvæmdina er tæplega ein milljón króna.

Bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar og samþykkir jafnframt viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2015 að fjárhæð 800.000 kr. sem komi til lækkunar á handbæru fé.

4. 1506056 - Umsókn um framkvæmdaleyfi: eldsneytislagnir.

Skeljungur óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir lagningu lagnar og dælu fyrir eldsneyti við Eyjabakka. Erindinu fylgja teikningar unnar af Ferli verkfræðistofu dags. 26.05.2015.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt með fyrirvara um jákvæða umsögn hafnarstjórnar, heilbrigðiseftirlits og slökkviliðs.

Bæjarráð samþykkir tillöguna með sömu fyrirvörum og skipulagsnefnd.

5. 1506004 - Borgarhraun 2: umsókn um byggingarleyfi
Magnús Arthúrsson og Björk Sverrisdóttir sækja um leyfi til að setja kvist á fasteignina Borgarhraun 2. Erindinu fylgja teikningar unnar af Guðmundi Einarsyni í apríl 2015.

Skipulagsnefnd leggur til að byggingaráformin verði samþykkt og byggingarleyfi gefið út af byggingarfulltrúa þegar tilskyldum gögnum hefur verið skilað inn.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

6. 1506010 - Umsókn um byggingarleyfi: Víkurbraut 62

Grindavíkurbær sækir um leyfi fyrir innanhúsbreytingum á Víkurbraut 62, 2. hæð. Erindinu fylgja teikningar unnar af Batteríinu arkitektum dagsett 12.03.2015.

Skipulagsnefnd leggur til að byggingaráformin verði samþykkt og byggingarleyfi gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi hönnunargögnum hefur verið skilað inn.

Bæjarráð frestar afgreiðslu og felur bæjarstjóra og sviðsstjórum að endurskoða hönnunina með lækkun kostnaðar í huga.


7. 1506082 - Umsókn um byggingarleyfi: Útistofa við Laut
Grindavíkurbær óskar eftir byggingarleyfi fyrir útistofu við Laut 1. Erindinu fylgja teikningar unnar af Tækniþjónustu SÁ. Skipulagsfulltrúi hefur kynnt íbúum við Laut 33, 35, 37 og 39 gögnin sem var mótmælt vegna skerts útsýnis. Tillagan gerir ráð fyrir að útistofan verði færð fjær lóðamörkum á teikningu til að koma til móts við þær athugasemdir.

Bæjarráð felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna framkvæmdina fyrir íbúum Lautar 33, 35, 37 og 39 skv. 44. gr. skipulagslaga nr.123/2010.

8. 1506075 - Breytt notkun: Hraðfrystihús Þórkötlustöðum.
Marver ehf. óskar eftir breyttri skráningu á notkun hraðfrystihúss í Þórkötlustaðarhverfi lnr. 129144. úr frystihúsi í hesthús og geymslu. Erindinu fylgja reyndarteikningar unnar af KRark kt: 581298-3589 dagsettar 01.06.2015.

Skipulagsnefnd leggur til að áformin verði samþykkt. Breytingin mun fara fram þegar tilskyldum gögnum hefur verið skilað inn til byggingarfulltrúa og úttekt farið fram.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

9. 1501092 - Deiliskipulag, Eldvörp rannsóknarborholur.frh
Vinnslutillaga að deiliskipulagi var kynnt í febrúar í samræmi við 40. gr. skipulagslaga. Deiliskipulagstillagan var auglýst 30. mars og var athugasemdarfrestur til 20. maí í samræmi við 41. gr. skipulagslaga.
Alls bárust 4 athugasemdir.

Skipulagsnefnd hefur fjallað um framkomnar athugasemdir og leggur til að bæjarstjórn samþykki deiliskipulag Eldvarpa með tillögu að breytingum að teknu tilliti til umhverfissjónarmiða skv. 9. gr. laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Jafnframt að skipulagsfulltrúa verði falið að svara athugasemdunum með viðbrögðum Umhverfis- og ferðamálanefndar og afgreiða skipulagið skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þá tekur skipulagsnefnd undir með Umhverfis- og ferðamálanefnd að settir verði þeir fyrirvarar í framkvæmdaleyfi fyrir umræddum framkvæmdum að framkvæmdaraðili muni sýna fram á eins nákvæmlega og hægt er hvert innra skipulag borteiganna er og þörfina fyrir umbeðið landrými. Einnig óskar nefndin eftir áætlun framkvæmdaraðila um hvernig ákvæðum deiliskipulags um lágmörkun jarðrasks verði háttað, fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis.

Bæjarráð samþykkir tillöguna með sömu fyrirvörum skipulagsnefnd og umhverfis- og ferðamálanefnd.

10. 1506129 - Endurskoðun vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu.
Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu tilkynna að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og heilbrigðisnefndir hafi samþykkt tillögu að endurskoðun vatnsverndar innan lögsagnarumdæma Mosfellsbæjar, Reykjavikur, Seltjarnarnessbæjar, Kópavogsbæjar, Garðabæjar og Hafnarfjarðarkaupstaðar.

Bréfinu fylgir umsögn SSH um athugasemdir Grindavíkurbæjar. Þar er tekið fram að tillagan nær ekki til vatnsverndar í Fagradal sem er innan skipulagsmarka Grindavíkurbæjar og að ekki liggi fyrir hvort Hafnarfjarðarbær hyggist óska eftir nýtingarleyfi í Fagradal. Ákvörðun um afmörkun vatnsverndar þar er því ekki tímabær.

11. 1506133 - Kvörtun: Framkvæmdir við göngustíg við Þorbjörn
Guðbjörg Eyjólfsdóttir gerir athugasemdir við framkvæmdir við göngustíg í norðurhlíðum Þorbjarnar og óskar eftir upplýsingum um leyfisveitingu og framkvæmd.

Greinargerð Skógræktarfélags Grindavíkur sem sá um framkvæmdina lögð fram.

Bæjarstjóra falið að svara athugasemdinni.

12. 1506029 - Fasteignagjöld 2016
Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti tillögu að fasteignagjöldum ársins 2016.

Bæjarráð vísar tillögunni til fjárhagsáætlunargerðar ársins 2016.

13. 1506038 - Greinargerð um lögsögumörk Grindavíkurbæjar
Framhald frá fundi 1384. Bæjarstjóri gerir grein fyrir því að áætlaður kostnaður sé 130.000-190.000, án vsk.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að semja við Rétt lögmannsstofu um að klára greinargerð um lögsögumörk Grindavíkurbæjar.

14. 1506141 - Málefni eldri borgara: stefnumótun sveitarfélaga á Suðurnesjum
Sveitarfélagið Garður óskar eftir því að sveitarfélögin á Suðurnesjum haldi sameiginlegan stefnumótunarfund um málefni eldri borgara á Suðurnesjum.

Bæjarráð Grindavíkur lýsir yfir ánægju með frumkvæði Garðmanna og lýsir sig reiðubúið til þátttöku í fundinum.

15. 1506140 - Garðsláttur: fyrir húsfélög fjölbýlishúsa
Minnisblað bæjarstjóra um garðslátt Grindavíkurbæjar fyrir húsfélög fjölbýlishúsa lagt fram.

Bæjarráð felur skipulags- og umhverfissviði að gera tillögu að breytingum á reglum um garðslátt Grindavíkurbæjar fyrir eldri borgara og öryrkja.

16. 1506142 - Verkfall FT: skerðing á sumarlaunahluta
Bæjarráð felur launafulltrúa að fylgja leiðbeiningum Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi skerðingu á sumarlaunahluta tónlistarkennara vegna verkfalls haustið 2014.

17. 1506150 - Gangstéttar: yfirborð í Hópshverfi
Minnisblað bæjarstjóra með tillögu um að gangstéttar í hópshverfi norðan Hópsbrautar og í Miðhópi verði steyptar frekar en hellulagðar lagt fram.

Bæjarráð samþykkir að gangstéttar í hópshverfi norðan Hópsbrautar og í Miðhópi verði steyptar, enda er kostnaður mun lægri en við hellulögn.

18. 1506010F - Fræðslunefnd - 41
Fundargerðin er lögð fram.

19. 1506003F - Félagsmálanefnd - 53
Fundargerðin er lögð fram.

20. 1506004F - Félagsmálanefnd - 54
Fundargerðin er lögð fram.

21. 1506009F - Félagsmálanefnd - 55
Fundargerðin er lögð fram.

22. 1505014F - Frístunda- og menningarnefnd - 44
Fundargerðin er lögð fram.

23. 1505012F - Skipulagsnefnd - 6
Fundargerðin er lögð fram.

24. 1505011F - Umhverfis- og ferðamálanefnd - 6
Fundargerðin er lögð fram.

25. 1506146 - Fundargerðir: 18. og 19. fundar Reykjanes Jarðvangs
Fundargerðirnar eru lagðar fram.

26. 1506145 - Fundargerð: 460. fundur stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja
Fundargerðin er lögð fram.

27. 1506144 - Fundargerð: 44. fundur Heklunnar
Fundargerðin er lögð fram.

28. 1506149 - Fundargerðir: fundargerðir Kvikunnar

Fundargerðirnar eru lagðar fram.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:40.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135

Frćđslunefnd / 7. september 2023

Fundur 134