Stelpurnar enn taplausar

  • Knattspyrna
  • 25. júní 2015

Grindavík tók á móti Álftanesi í 1. deild kvenna í knattspyrnu í gær en stelpurnar hafa farið hreint ótrúlega af stað í sumar og eru enn taplausar, bæði í deild og bikar. Eftir þægilegan stórsigur gegn Hvíta Riddaranum í síðasta leik 0-10 mættu stelpurnar öllu meiri mótspyrnu í gær en náðu þó að knýja fram sigur að lokum, 2-1.

Margrét Albertsdóttir kom Grindvíkingum á bragðið snemma leiks og skoraði strax á 2. mínútu en það var ekki fyrr en rúmum klukkutíma seinna að næsta mark kom þegar gestirnir jöfnuðu. Fyrirliðinn Bentína Frímannsdóttir tryggði svo öll þrjú stigin með marki á 79. mínútu. Þetta var ekki besta frammistaða liðsins í sumar en 2-1 sigur gefur alveg jafn mörg stig og 10-0.

Eftir þennan leik eru stelpurnar með 15 stig eftir 5 leiki og sitja einar í toppsæti B-riðils 1. deildar. Næsti leikur í deildinni er úti gegn Víkingi Ólafsvík 28. júní en strákarnir eiga einnig leik í Ólafsvík daginn áður. Það er því algjörlega borðleggjandi fyrir Grindvíkinga að skella sér í útilegu á Snæfellsnesið um helgina og sýna okkar fólki stuðning í verki.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál