Fundur 6

  • Skipulagsnefnd
  • 19. júní 2015

6. fundur skipulagsnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, mánudaginn 15. júní 2015 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu: Sigurður Guðjón Gíslason formaður, Þórir Sigfússon aðalmaður, Marta Sigurðardóttir aðalmaður, Erla Ósk Wissler Pétursdóttir aðalmaður, Ólafur Már Guðmundsson aðalmaður og Ármann Halldórsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Fundargerð ritaði: Ármann Halldórsson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Dagskrá:

1. 1501092 - Deiliskipulag, Eldvörp rannsóknarborholur.frh
Vinnslutillaga að deiliskipulagi var kynnt í febrúar í samræmi við 40. gr. skipulagslaga. Deiliskipulagstillagan var auglýst 30. mars og var athugasemdarfrestur til 20. maí í samræmi við 41. gr. skipulagslaga.
Alls bárust 4 athugasemdir, frá Dagnýju Indriðadóttur, Guðrúnu Ægisdóttur, Halldóri Inga Hákonarsyni, og Náttúruverndarsamtökum Suðvesturlands. Einnig bárust umsagnir frá Minjastofnun Íslands og Umhverfisstofnun.
Umhverfis- og ferðamálanefnd hefur farið yfir athugasemdir og umsagnir og leggur fram tillögu að viðbrögðum. Athugasemdirnar kalla ekki á breytingar á deiliskipulaginu en í samræmi við umsögn Minjastofnunar er bætt við kafla um fornminjar og skilmála sem gilda um framkvæmdir. Umsögn Umhverfisstofnunar fellur að stefnu og skilmálum deiliskipulagsins. Einnig tekið fyrir rökstuðningur framkvæmdaaðli fyrir borteig C.
Skipulagsnefnd leggur til að bæjarstjórn samþykki deiliskipulag Eldvarpa með tillögu að breytingum og að teknu tilliti til umhverfissjónarmiða skv. 9. gr. laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana og fela skipulagsfulltrúa að svara athugasemdunum með viðbrögðum Umhverfis- og ferðamálanefndar og afgreiða skipulagið skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 Þá tekur nefndin undir með Umhverfis- og ferðamálanefnd að settir verði þeir fyrirvarar í framkvæmdaleyfi fyrir umræddum framkvæmdum að framkvæmdaraðili muni sýna fram á eins nákvæmlega og hægt er hvert innra skipulag borteiganna er og þörfina fyrir umbeðið landrými. Einnig óskar nefndin eftir áætlun framkvæmdaraðila um hvernig ákvæðum deiliskipulags um lágmörkun jarðrasks verði háttað, fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis.

2. 1501233 - Gamli bærinn: deiliskipulag
Tekið fyrir eftir forkynningu. 12 mættu á opið hús sem var haldið 11. júní sl. og umræður sköpuðust. 5 athugasemdir bárust á auglýsingartíma frá einstaklingum : Jóni Emil Halldórssyni, Gunnari Tómassyni, Magnúsi Andra Hjaltasyni , Guðmundi Grétari Karssyni og Erni Sigurðssyni. og tvær eftir að athugasemdafresti lauk frá Dagnýju Erlu Vilbergsdóttur og Dagbjarti Willards í Krosshúsum og Lofti Jónssyni. Athugasemdirnar og umræðurnar á fundinum snérust um of mikið byggingarmagn á svæðinu sem bitnar á túnum og grænum blettum á svæðinu. Einnig óskaði Hópsnes eftir 10-12 m ræmu meðfram Verbraut undir bílastæði. Í ljósi athugasemda og eðli svæðisins hugnast nefndinni ekki bílastæði norðan megin við Verbraut Sviðsstjóra falið að vinna skipulagið áfram með það fyrir augum að minnka byggingarmagn á svæðinu í takt við umræður á fundinum og athugasemdir sem bárust. Þeim sem gerðu athugasemdir verði send tillagan að nýju þegar hún hefur verið tekin fyrir aftur í skipulagsnefnd.

3. 1502001 - Skipulagsnefnd: Samþykkt
Frestað.

4. 1501154 - Samþykkt um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa
Frestað.

5. 1506004 - Borgarhraun 2: umsókn um byggingarleyfi
Magnús Arthúrsson og Björk Sverrisdóttir sækja um leyfi til að setja kvist á fasteignina Borgarhraun 2. Erindinu fylgja teikningar unnar af Guðmundi Einarsyni í apríl 2015. Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin, byggingarleyfi verður gefið út af byggingarfulltrúa þegar tilskyldum gögnum hefur verið skilað inn.

6. 1506010 - Umsókn um byggingarleyfi: Víkurbraut 62
Grindavíkurbær sækir um leyfi fyrir innanhúsbreytingum á Víkurbraut 62, 2. hæð. Erindinu fylgja teikningar unnar af Batteríinu arkitektum dagsett 12.03.2015. Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin. Byggingarleyfi verður gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi hönnunargögnum hefur verið skilað inn.

7. 1506018 - Minjastofnun: Stefna í minjavernd.
Lagt fram.

8. 1506053 - Undirskriftalisti: mótmæla fækkun bílastæða í Hvassahrauni og Heiðarhrauni
Tekinn fyrir undirskriftarlisti frá íbúum í Hvassahrauni þar sem mótmælt er uppsetningu á gróðurbeðum í götunni. Í erindinu er bent á að beðin fækki bílastæðum, passi illa að götumynd, munu vera umhirðulaus, auki slysahættu gangandi vegfarenda og að þau loki fyrir aðgengi að húsum. Skipulagsnefnd felur sviðsstjóra að láta fjarlægja blómakerin.

9. 1506056 - Umsókn um framkvæmdaleyfi: eldsneytislagnir.
Erindi frá Skeljungi hf. kt:590269-1749. Í erindinu er óskað eftir framkvæmdaleyfi fyrir lagningu lagnar og dælu fyrir eldsneyti við Eyjabakka. Erindinu fylgja teikningar unnar af Ferli verkfræðistofu dags. 26.05.2015. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt með fyrirvara um jákvæða umsögn hafnarstjórnar, heilbrigðiseftirlits og slökkviliðs.

10. 1506082 - Umsókn um byggingarleyfi: Útistofa við Laut
Erindi frá Grindavíkurbæ. Í erindinu er óskað eftir byggingarleyfi fyrir útistofu við Laut 1. Erindinu fylgja teikningar unnar af Tækniþjónustu SÁ. Skipulagsfulltrúi hefur kynnt íbúum við Laut 33, 35, 37 og 39 gögnin sem var mótmælt vegna skerts útsýnis. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði óveruleg breyting á deiliskipulagi þar sem leyfilegt byggingarmagn á lóðinni er aukið úr 700 í 800 m2 og útistofan staðsett fjær lóðarmörkum en fyrri tillaga gerir ráð fyrir.

11. 1506075 - Breytt notkun: Hraðfrystihús Þórkötlustöðum.
Erindi frá Marver ehf. 681102-2130. Í erindinu er óskað eftir breyttri skráningu á notkun hraðfrystihúss í Þórkötlustaðarhverfi lnr. 129144. úr frystihúsi í hesthús og geymslu. Erindinu fylgja reyndarteikningar unnar af KRark kt: 581298-3589 dagsettar 01.06.2015. Skipulagsnefnd samþykkir áformin. Breytingin mun fara fram þegar tilskyldum gögnum hefur verið skilað inn til byggingarfulltrúa og úttekt farið fram.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:40.

 

 

 

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135