Hjólakraftur stóđ sig frábćrlega í Bláa Lóns ţrautinni

  • Fréttir
  • 16. júní 2015

Hjólaklúbbur Þrumunnar sem kallast Hjólakraftur tók þátt í Bláa lóns hjólreiðaþrautinni um helgina ásamt foreldrum og stuðningsfólki. Bláa Lónsþrautin er 60 km fjallahjólakeppni og sú stærsta á landinu. Leiðin er mjög krefjandi um fjöll og hálsa á Reykjanesskaganum og fer að mestu leyti fram í Grindavík.  Krakkarnir stóðu sig öll frábærlega vel og kláruðu þrautina sem glæsilegt afrek. Fleiri Grindvíkingar tóku þátt í þrautinni.  

Það voru þau Guðmundur Ásgeir Sigurfinnsson, Kjartan Árni Steingrímsson, Sigurður Ágúst Eiðsson, Björg Þóra Sveinsdóttir og Guðbjörg Ylfa Hammer sem eru í 8.-10. bekk sem tóku þátt fyrir hönd Hjólakrafts. Einng lauk keppninni nemandi í 7. bekk, Fróði Ragnarsson. Með Hjólakrafti hjóluðu einnig foreldrarnir Steingrímur Kjartansson og Birgitta Sigurðardóttir, Hildigunnur Árnadóttir frá Grindavíkurbæ og svo Þorvaldur Daníelsson sem hefur þjálfað Hjólakraft síðustu mánuði og undirbúið þau fyrir keppnina af mikilli eljusemi. 

Þar með er ekki öll sagan sögð því Hjólakraftur ætlar að taka þátt í WOW Cyclothon sem er hjólreiðakeppni þar sem hjólað er í kringum Ísland og áheitum safnað til styrktar uppbyggingar Batamiðstöðvar á Kleppi. Keppnin fer fram dagana 23.-26. júní og alls verða hjólaðir 1358 km. Nánari upplýsingar hvernig hægt er að heita á Hjólakraft verða birta fljótlega. Í þá ferð bætast Katla Sif Gylfadóttir og Stephanie Júlía Þórólfsdóttir sem þær komust ekki um helgina vegna meiðsla.

Þorvaldur þjálfari er gríðarlega ánægður krakkana í Hjólakrafti: 

„Það er alveg ljóst að það er gríðarlega mikið spunnið í grindvíska æsku. Styrkleikarnir eru alls konar. Við þurfum að leyfa þeim að njóta sín á þeim sviðum þar sem þau eru sterkust. Það eru forréttindi að hafa fengið að kynnast þeim og taka þátt í einhverju sem er svona jákvætt og uppbyggilegt," segir Þorvaldur.

Hópurinn vill koma á framfæri sérstöku þakklæti til Sigurðar Bergmanns fyrir aðstoðina og stuðninginn, til Hildigunnar, starfsfólk bókasafnsins og ýmissa annarra sem hafa lagt hönd á plóginn og verið hvatning fyrir hópinn.

Hjólakraftur er samstarfsverkefni félagsmiðstöðvarinnar Þrumunnar, Grunnskóla Grindavíkur og forvarnarteymis Grindavíkur.

Hjólakraftur tók við verðlaunum fyrir afrek sinn við hátíðarlega athöfn hjá Hjólreiðafélagi Reykjavíkur í gær.

Þorvaldur og Hjólakraftur að leggja af stað í Bláa Lóns þrautina á laugardaginn. Framundan var fjögurra tíma hjólaferð í ótrúlegri náttúrufegurð.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir