Skráning á bubbleboltamótiđ á 17. júní stendur yfir

  • Fréttir
  • 15. júní 2015

Skráning á bubbleboltamótið á 17. júní stendur nú yfir en það hefst kl. 20:00 í íþróttahúsinu. Bubbleboltinn er fyrir 8.-10. bekk og 16+. Skráning liða á netfangið johannao@grindavik.is eða í síma 660 7326.  Fyrstir í skráningu, fyrstir verða með. 

Bubblebolti er eins og venjulegur fótbolti þar sem liðið sem skorar flest mörk vinnur. Eini munurinn er að hver og einn leikmaður spilar inni í stórri plastkúlu sem ver 

líkamann frá höfði niður að hnjám. 
Fótboltinn verður ennþá skemmtilegri þar sem leikmenn geta klesst á andstæðinginn og velt honum um koll. Ólíkt öðrum íþróttum er hvatt til þess að leikmenn lendi í samstuði! Allt er þetta gert til að komast að fótboltanum og fá frið til að skora mark.

Fyrirkomulag: 5 saman í liði (mega vera skiptimenn). Leiktími: 1x4 mín. 
Aldursflokkar: 
8.-10. bekkur: 6 lið skipt í tvo riðla, sigurvegarinn í hvorum liði keppir til úrslita.
16 ára +: 6 lið skipt í tvo riðla, sigurvegarinn í hvorum liði keppir til úrslita.
Skráning liða á netfangið johannao@grindavik.is eða í síma 660 7326. 
Fyrstir í skráningu, fyrstir verða með.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir