Sundlaugin opnar í dag kl. 13 - Framkvćmdir viđ útisvćđi ađ hefjast

  • Fréttir
  • 12. júní 2015

Sundlaug Grindavíkur opnar loks í dag kl. 13:00 eftir að hafa verið lokuð síðan 18. maí vegna viðhalds. Skipta þurfti um dúk í lauginni, pottar voru málaðir auk ýmislegs annars viðhalds sem reyndist tímafrekara í framkvæmd en gert var ráð fyrir. Þá hefjast framkvæmdir í næstu viku við útisvæðið við nýja íþróttamannvirkið og í sundlaugargarðinum. Verktaki er Grjótgarðar. Búast má við að nokkur röskun og breytingar verði á aðgengi að afgreiðslunni í sundlauginni á framkvæmdatímanum.

Lögð er áhersla á að svæðið sé létt í viðhaldi og aðgengilegt öllum. Því er aðkoma íþróttamiðstövarinnar nánast öll hellulögð með smáum áferðarfallegum hellum. Hellumynstrið er brotið upp með söguðum náttúrusteinum sem marka stefnu og gönguleiðir.

Bekkir eru í formi steyptra stalla í sethæð en innan hvers stalls er gras sem hægt er að leggjast á á góðum degi. Saman brjóta setstallar upp rýmið milli bygginga og mynda óformlega áhorfendastúku þar sem hægt verður að fylgj-ast með viðburðum á sviði fyrir miðju rýmisins. Minni viðburðir eins og t.d. 17. júní og fleiri hátíðarhöld gætu því verið haldnir þarna í framtíðinni.

Notkun gróðurs á setstöllum, við hús og bílastæði gefa svæðinu hlýlegra yfirbragð ásamt því sem notkun trjágróðurs mun draga úr vindi inn á svæðið. Mikil umferð barna og unglinga kallar á góða aðstöðu fyrir reiðhjól og vespur. Því er gert ráð fyrir hjóla- og vespuskýlum framan við nýbyggingu ásamt nokkrum stæðum sem hægt er að læsa hjól sín við.

Gert er ráð fyrir þremur bílastæðum fyrir hreyfihamlaða og rúmgóðu sleppisvæði við enda bílastæðaplans.
Framkvæmdir við íþróttamannvirkið sjálft hafa gengið vel. Í þessum áfanga verður að finna aðstöðu sem tengir saman nokkrar núverandi byggingar. Með endurskipulagningu og nýbyggingum á íþróttasvæði Grindavíkur er áætlað að bæta verulega aðstöðu til íþróttaiðkunar, keppnishalds og félagsstarfs í Grindavík. Í hönnun aðstöðunnar er tekið tillit til mismunandi þarfa ólíkra íþróttagreina, skólastarfs, starfsmanna og gesta án þess að það komi niður á fjölnota möguleikum byggingarinnar.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir