Páll Valur sćkist eftir 3.-4. sćti hjá Samfylkingunni

  • Fréttir
  • 25. febrúar 2009

Lýđveldiđ Ísland stendur á tímamótum og viđ blasir gífurlega krefjandi verkefni ađ reisa ţađ úr ţeim rústum sem nýfrjálshyggjan, sú stefna sem rekin hefur veriđ hér á síđustu tveimur áratugum hefur skiliđ ţađ eftir í. Kjósendur og samfélagiđ allt kallar á breytingar í stjórnmálum landsins og kallađ er eftir nýju fólki sem hlustar á raddir almennings og tekur tillit til óska ţess. Ţađ er í ljósi ţessara óska fólksins í landinu sem ég hef tekiđ ţá ákvörđun ađ gefa kost á mér í 3.-4. sćti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suđurkjördćmi ţann 7. mars nćstkomandi. Ţađ geri ég líka í ljósi ţess ađ mér hefur fundist vanta rödd verkalýđsins á Alţingi og alla mína tíđ hef ég veriđ verkamađur og unniđ margvísleg störf bćđi til sjós og lands.

 Ég trúi á frelsi, jafnrétti og brćđralag og tel ađ undir merkjum jafnađarstefnunnar náum viđ ađ ýta ţjóđarskútunni aftur á flot og hér geti ríkt sátt og samlyndi manna í millum. Ţađ er engum blöđum um ţađ ađ flétta ađ í mínum huga er ţađ langbrýnasta verkefniđ sem býđur okkar allra  ađ bjarga heimilum og fyrirtćkjum ţessa land frá gjaldţroti. En einnig verđum viđ ađ líta til framtíđar og ákveđa hvar viđ viljum standa í samfélagi ţjóđanna og tel ég ţađ eitt ađ forgangsmálum ţjóđarinnar ađ fara í ađildarviđrćđur viđ Evrópusambandiđ.  Ţann samning sem út úr ţeim viđrćđum kemur á síđan ađ leggja fyrir ţjóđina sem í atkvćđagreiđslu ákveđur hvort viđ förum inn eđa ekki.

Á síđustu árum hafa manngildi lotiđ í lćgra haldi fyrir peninga og gróđahyggju og ţađ er stađreynd sem verđur ađ breyta.  Í sameiningu eigum viđ íslendingar ađ hefja til vegs og virđingar samfélag sem einkennist af samhug, virđingu og kćrleik. Íslendingar eru jaxlar, harđduglegt fólk sem ekki kalla allt ömmu sína og ţađ er enginn efi í mínum huga ađ viđ verđum fljót ađ ná okkur aftur á strik, viđ höfum nú vakađ eina vorvertíđ áđur.

Ég er Vopnfirđingur ađ upplagi en hef búiđ  í Grindavík rúma tvo áratugi, er giftur Huldu Jóhannsdóttur leikskólastjóra og eigum viđ tvö börn.  Eins og áđur kom fram hef ég veriđ verkamađur alla mína tíđ en síđustu tvö ár hef ég notiđ ţeirra forréttinda ađ sitja á skólabekk, fyrst í Háskólabrú Keilis á Vallarheiđi og svo á Menntavísindasviđi Háskóla Íslands, kennaradeild síđan í haust.

Páll Valur Björnsson


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir