Krókur í 2. sćti í Hjólađ í vinnuna

  • Fréttir
  • 10. júní 2015

Starfsfólk Heilsuleikskólans Króks tók þátt í átakinu Hjólað í vinnuna sem Íþrótta- og ólympíusamband Íslands stendur að. Þær kepptu í flokki 20-39 starfsmenn (fjöldi) og endu í 2. sæti en alls tóku 97 lið þátt í þeim flokki. Þær segjast þó hvergi nærri hættar en markmið þeirra er alltaf að gera betur og stefnum þær að því að taka 1. sætið á næsta ári. Í fyrra endaði Krókur í 3. sæti.

Þess má geta að í þessu átaki ÍSÍ voru 470 vinnustaðir sem skráðu 1089 lið til leiks með 6824 liðsmenn og 417 lið skráðu sig til leiks í kílómetrakeppnina. Alls voru hjólaðir 463.582 km eða 346,21 hringir í kringum landið. Við það spöruðust tæp 78 þúsund tonn af útblæstri CO2, og rúmlega 43 þúsund lítrar af eldsneyti sem gera sparnað upp á tæpar 10 milljónir króna.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir