Gönguferđir međ leiđsögn um Reykjanesiđ í sumar

  • Fréttir
  • 10. júní 2015

Bláa Lónið, HS Orka og HS veitur bjóða uppá skemmtilegar gönguferðir um áhugaverða staði hér á Reykjanesinu í sumar. Fararstjóri í öllum gönguferðum er Rannveig Lilja Garðarsdóttir. Gengið er á viku fresti fram í ágúst og eru nokkrar af gönguferðunum um svæði hér í næsta nágrenni Grindavíkur og tilvalið að skella sér með í þær ferðir.

Lista yfir allar ferðir sumarsins má sjá hér.

 

Brottför, kostnaður og ábyrgð

• Brottför kl. 19:00 frá Hópferðum Sævars, Vesturbraut 12 Reykjanesbæ í allar ferðirnar og endar ferðin einnig þar.

• Tvær göngur hefjast fyrr, sjá rauðlitað í dagskrá.

• Kostnaður við rútuferð er kr. 1.500 pr. mann.

• Fólk getur einnig komið sér sjálft til og frá göngustað.

• Göngufólk er á eigin ábyrgð í gönguferðunum.

Félagar úr Björgunarsveitinni Suðurnes eru með í öllum gönguferðum sumarsins og taka þátt í að hafa yfirsýn yfir hópinn, sjá um skyndihjálparviðbrögð, eru ráðgefandi varðandi frávik í göngunni. Ef neyðartilvik verður sér björgunarsveitarfólk alfarið um að stýra aðgerðum.

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!