Glerborg flytur til Grindavíkur

  • Fréttir
  • 25. febrúar 2009

Hiđ rótgróna fyrirtćki Glerborg verđur flutt til Grindavíkur á nćstu vikum og hefjast reyndar flutningarnir strax um og eftir nćstu helgi. Grindavíkingurinn og athafnamađurinn Vignir Óskarsson hefur ásamt tveimur félögum sínum fest kaup á Glerborg og hefur fengiđ húsnćđi á leigu ţar sem Geoplank var til húsa, ađ Seljabót 7.

,,Glerborg er 37 ára og rótgróiđ fyrirtćki.  Eigendaskipti urđu á Glerborg fyrir ári ţegar PGV á Akranesi keypti fyrirtćkiđ. En ég keypti sjö hlutafélög ţar sem Glerborg og PGV voru í ţeim pakka. Viđ bjóđum upp á glerframleiđslu, skrautgler og speglaframleiđslu og svo plastgluggaframleiđslu, hurđir og ýmislegt fleira, ţađ má segja ađ viđ bjóđum upp á fjölbreyttar lausnir á öllu sem tengist gleri og gluggum. Glerborg hefur ávallt veriđ ađallega í endurbótum og ţess vegna hefur kreppan minni áhrif á okkur,? segir Vignir.

Glerborg er 37 ára gamalt fyrirtćki og hafđi ađsetur í Hafnarfirđi. Um 40 manns vinna hjá fyrirtćkinu. Unniđ er ađ ţví ađ endurnýja tćkjabúnađ og efla sölustarfsemi fyrirtćkisins.

,,Ég er fullur bjartsýni. Mér stóđ til bođa ađ fara upp á Völl međ fyrirtćkiđ en ákvađ ađ koma heim til Grindavíkur, enda međ sterkar taugar ţangađ. Ég er reyndar ađ byggja ţar leiguíbúđir í Laut. Ég er búinn ađ senda Grindavíkurbć erindi vegna ţess ađ ég ákvađ ađ flytja Glerborg í bćinn međ tilheyrandi störfum og vonandi fć ég góđ viđbrögđ ţar,? sagđi Vignir.

Nánari upplýsingar um framleiđslu Glerborgar er ađ finna á www.glerborg.is.
 
Myndin er af Seljabót 7 en ţangađ flytur Glerborg fljótlega á efri hćđina.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir