Sviđin jörđ á Ţorbirni

  • Fréttir
  • 29. maí 2015

Föstudagskvöldið 8. maí síðastliðinn fékk Slökkvilið Grindavíkur tilkynningu um að eldur væri kviknaður í sinu ofan á Þorbirni. Það var ekki hlaupið að því að koma slökkviliðsmönnum og tækjum á staðinn en í samvinnu við björgunarsveitina voru sjö slökkviliðsmenn ferjaðir upp ásamt búnaði. Slökkvistarf tók rúma tvo tíma og tókst slökkviliðinu ágætlega að hefta útbreiðslu eldsins.

Meðfylgjandi mynd var tekin miðvikudaginn 27. maí. Eins og sjá má er svæðið nokkuð illa farið en ljóst að ef slökkviliðsins hefði ekki notið við væri lautin efst á Þorbirni sennilega öll kolsvört eins og hún leggur sig. Nú verður svo tíminn og tíðarfarið í sumar að leiða í ljós hversu hratt svæðið jafnar sig.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál

Fréttir / 27. mars 2024

Loftgćđi og mengun