Gott starf hjá Stuđboltum

  • Grunnskólinn
  • 28. maí 2015

Síðasti fundur hjá Stuðboltum þetta starfsárið var haldinn í vikunni en Stuðboltarnir er Nemendafulltrúaráð Grunnskóla Grindavíkur. Hugmyndin að baki nemendafulltrúaráðinu er að auka nemendalýðræði og gefa nemendum kost á að taka þátt í ákvörðunartökum og þannig að bæta skólabraginn. Hver bekkur hefur einn fulltrúa í ráðinu og annan til vara og fá þeir þannig tækifæri til að koma með hugmyndir að bættum skólabrag og betri líðan nemenda. 

 

 

Ráðið fundar 5 sinnum yfir vetrartímann og fer yfir ýmsa þætti sem viðkemur skólabrag. Ráðið kemur með hugmyndir að því hvað gert er á vinabekkjadegi og kemur einnig með hugmyndir fyrir friðargönguna sem er í desember. Guðrún Inga Bragadóttir heldur utan um ráðið og sér um að rita fundargerðir og vera tengiliður við skólastjórnendur og kennara.

Á fundinn núna mættu Halldóra skólastjóri og Ásrún deildarstjóri á yngsta stigi. Halldóra sagði að stjórnendur færu yfir fundargerðir Stuðbolta og reyndu eftir fremsta megni að koma til móts við hugmyndir þeirra. Mikil áhersla er hjá Stuðboltum að bæta aðstöðu nemenda í skólanum og eins koma þeir með margar hugmyndir að því hvað má laga á skólalóðinni. Til að bæta aðstöðu nemenda í frímínútum voru í vetur t.d. keyptir sófar á ganga á Ásabrautinni og nú stendur til að bæta við fleiri sófum á Ásabrautina og einnig í Hópsskóla. 

Halldóra nefndi að Stuðboltar hafi í tvígang bókað að þá langi að fá aparólu á skólalóðina. Hún sagði frá því að ungmennaráð Grindavíkurbæjar hefur hanna Ungmennagarð á horni Víkurbrautar og Ásabrautar. Í þessum garði verður aparóla sem nýtist öllum. Fleiri leiktæki og ýmiskonar aðstaða verður í Ungmennagarðinum og þess vegna þarf að færa nokkur tæki sem eru á lóðinni nú þegar. Þessar framkvæmdir eru byrjaðar og nú er unnið að því að færa klifurgrindur og skipið. Þessi leiktæki verða svo sett niður á skólalóðina á nýjum stað þegar þau hafa verið lagfærð. Nemendum leist vel á Ungmennagarðinn og finnst hann skemmtileg viðbót við skólalóðina.

Ásrún sagði frá því að í Hópsskóla hafi komið fram ósk í vetur frá Stuðboltum um að fara ekki út í frímínútur á föstudögum heldur hafa frjálsan leik inni í staðinn. Úr varð að einn föstudag í mánuði mega nemendur velja hvort þeir fara út eða ekki. Þetta fyrirkomulag var framkvæmt tvisvar sinnum á þessu skólaári þ.e. í apríl og maí. 

Halldóra K. Magnúsdóttir þakkaði síðan Stuðboltum fyrir vel unnin störf og bauð fundargestum að gæða sér á dýrindis súkkulaðiköku að launum.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál