Sjálfstćđismenn tíndu 20 poka af rusli

  • Fréttir
  • 28. maí 2015

Í gær fóru félagar í Sjálfstæðisfélagi Grindavíkur um bæinn í kring um íþróttasvæðið okkar og tíndu heilan helling af rusli, en þau fylltu 20 svarta ruslapoka. Við þökkum þeim fyrir þetta frábæra framtak, það væri gaman af fleiri félagasamtök myndu fylgja þessu fordæmi. Margar hendur vinna létt verk!

Fréttatilkynning frá Sjálfstæðisfélaginu:

„Seinnipartinn í gær fóru félagar úr Sjálfstæðisfélagi Grindavíkur að tína rusl í kring um íþróttasvæðið og austur að Víðihlíð. Tíndir voru 20 pokar af rusli, í kring um fótboltavellina og alla garða þar í kring. Niður göngustíginn niður að Víðihlíð og fyrir framan Víðihlíð, æfingarsvæðið við Víðihlíð sem nýtt er sem tjaldsvæði á "Sjóaranum Síkáta". Enn er nóg eftir til að fegra bæinn okkar fyrir sjómannadaginn og skorum við á önnu félagasamtök að fá sér göngutúr með poka. Til dæmis er mikið af plasti á girðingum niður við höfn og víðar.“


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir