Ţýskar sjónvarpsmyndir teknar upp í Grindavík

  • Fréttir
  • 27. maí 2015

Það hefur sennilega ekki farið framhjá Grindvíkingum að þessa dagana er verið að taka upp kvikmynd hér í bæ. Í gær var lögreglustöðin og svæðið þar í kring allt undirlagt fyrir tökurnar og greinilegt að þarna er stórt verkefni á ferð. Um er að ræða þýskar sjónvarpsmyndir, verkefni frá sjónvarpsstöðinni ZDF sem unnið er í samvinnu við íslenska kvikmyndafyrirtækið Oktober. Heilmikið hafurtask fylgir tökuliðinu, fjölmargir flutningabílar, veitingavagn, salerni, húsbílar fyrir leikarana og rafstöðvar til að keyra allt heila klabbið.

Nokkrir íslenskir leikarar koma að verkefninu, þeirra á meðal Helgi Björnsson sem sést hefur á vappi í Grindavík íklæddur lögreglubúningi. Alls eru 11 tökudagar skipulagaðir í Grindavík og eru þeir eftirfarandi:

Þriðjud. 26. maí lögreglustöðin inni
Miðvikud. 27.maí lögreglustöðin úti og Kanturinn úti
Fimmtud.28. maí Kanturinn
Mánud.. 1.júní Þorbjörn hf. inni og úti
Þriðjud.. 2.júní Ísólfsskáli, hafnarsvæðið í Grindavík og Hópsnes
Miðvikud. 3. júní Ísólfsskáli
Fimmtud.4.júní Ísólfsskáli
Mánud. 8.júní Hafnarvæðið, Krossnes og fleiri staðir sem á eftir að ákveða
Þriðjud. 9.júni Hafnarsvæðið
Miðvikud. 10. júní Hafnarsvæðið
Fimmtud. 11.júní Hafnarsvæðið

Tökudagar eru birtir með fyrirvara um breytingar. Starfsfólk Oktober hefur verið í góðu samstarfi við lögreglu og hafnarstjóra sem og eigendur allra tökustaða.

Hér að neðan má svo lesa upplýsingar um verkefnið frá Oktober. Þar fyrir neðan eru svo nokkrar myndir frá tökustað við lögreglustöðina í gær:

„Íslenska kvikmyndafyrirtækið Oktober er nú að þjónusta þýska kvikmyndafyrirtækið Neue Deutsche Filmgesellschaft (NdF) sem í samvinnu við sjónvarpstöðina ZDF í Þýskalandi er að leggja grunn að röð sjónvarpsmynda sem allar gerast á Íslandi.

Sögurnar eru glæpasögur og eru allar aðal söguhetjurnar íslenskar en leiknar af þýskum leikurum á þýsku. Sögurnar eiga það sameiginlegt að gerast allar hér á landi og draga efnivið sinn úr íslenskum veruleika. Sólveig Karlsdóttir er kona á fertugsaldri sem kennir skapandi skrif og skrifar glæpasögur. Hún hefur átt góða spretti en er nú að bisast við að skrifa næstu metsölubók. Vinir hennar eru konur á svipuðu reki, sjálfstæðar atvinnumanneskjur á Íslandi nútímans. Sólveig lendir í ýmsum ævintýrum þegar hún tekur sig til við að leysa glæpamál sem við fyrstu sýn virðast illleysanleg. Það eru síðan þessi mál sem Sólveig tekur sér fyrir hendur sem eru uppistaðan í hverri mynd.

Áætlað er að gera 2-3 myndir á ári næstu 3 árin. Á árinu 2015 verða teknar upp 2 myndir. Myndin sem verið er að mynda í Grindavík, Grundarfirði og Reykjavík er saga sem gerist í lítlu íslensku sjávarþorpi. Sólveig er kölluð heim í þorpið þaðan sem hún kemur vegna veikinda aldraðrar móður sinnar. Móðir hennar hefur alltaf verið álitin "skrýtin" af fólkinu í kringum sig vegna þess að hún segist skyggn og talar við álfa. Það er almennt talið að hún þjáist af elliglöpum. Þegar Sólveig kemur í þorpið fer hún á þorpskránna og hittir gamla kunningja og vini. Morguninn eftir er hún að rölta eftir ströndinni rekst hún á sjórekið lík. Líkið reynist vera af syni útgerðarkóngsins í þorpinu. Við fyrstu sýn virðist dauðsfallið vera af slysförum en vegan óútskýrðs sárs á líkinu fer Sólveigu að gruna að eitthvað annað liggi að baki.

Tökur í Grindavík hófust í gær og verður framhaldið á morgun á lögreglustöðinni og svo á miðvikudaginn á Kantinum. Á mánudaginn 1. júní verðum við við tökur í Þorbirni, þriðjudaginn 2. júní seinnipartinn verða upptökur á höfninni. Þann 9.júní komum við aftur til Grindavíkur og verðum í upptökum til 12. júní aðallega á hafnarsvæðinu og í Þorbirni.
Við vonum að við við truflum ekki bæjarlífið og að samstarfið við bæjarbúa verði áfram eins gott og það hefur verið hingað til.

Takk Grindvíkingar, fyrir að taka svona vel á móti okkur“

Stærstu stjörnurnar fá aðstöðu í þessum vagni

Aðalleikon fær húsbíl útaf fyrir sig

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir