K tríó og Andrés Ţór á Bryggjunni fimmtudagskvöld

  • Menningarfréttir
  • 27. maí 2015

Fimmtudagskvöldið 28. maí kl. 21:00 kemur fram á Bryggjunni í Grindavík jazztríóið K tríó ásamt gítarleikaranum Andrési Þór. Þeir félagar munu leika blandaða efniskrá eftir K-tríóið og Andrés. Meðlimir K-tríósins eru Kristján Martinsson píanóleikari, breski bassaleikarinn Pat Cleaver og trommuleikaranum Andris Buikis frá Lettlandi. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

K tríó vann til þriggja verðlauna fyrir plötu sína Meatball Evening á Íslensku Tónlistarverðlaununum 2013 og nú er komin ný plata frá K tríó. Nýja plata K tríó „Vindstig" telur 13 lög, hvert lag er tileinkað góðu gömlu íslensku vindstigunum eins og „andvari og kaldi". Gömlu vindstigin höfðu mikla þýðingu fyrir landsbyggðarmenn hér áður fyrr og þess vegna er gaman að skerpa á orðaforða gömlu vinstiganna. Listakonan Helga Páley teiknaði myndir sem tilheyra hverri tónsmíð. Myndirnar bæta sjónrænni túlkun við flutning verksins því myndunum er varpað upp á meðan á flutningi verksins stendur. Myndirnar er að finna í geisladiskahulstrinu. Platan er gefin út af hollenska plötufyrirtækinu Trytone. Andrés Þór þykir einn af fremstu jazzgítarleikurum landsins og hefur komið fram víða jafnt heima fyrir sem erlendis, hann hefur gefið út 4 hljómdiska í eigin nafni sem hafa hlotið lof gagnrýnenda víðsvegar að.

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál