Jarđvangsvika á Reykjanesi dagana 25.-30. maí 2015

  • Fréttir
  • 19. maí 2015

Þriðja árið í röð stendur Reykjanes jarðvangur fyrir jarðvangsviku. Vegleg dagskrá verður í jarðvagnsvikunni en markmiðið með henni m.a. að vekja athygli á náttúru Reykjanesskagans og vekja athygli á Reykjanesi sem áfangastað fyrir ferðamenn. Á dagskránni eru m.a. gönguferðir, bókaupplestur, fjörugrill o.fl. Sambærilegar vikur eru haldnar í öllum jarðvöngum í Evrópu í maí og júní.

Dagskrá:

Mánudagur 25. maí
Sögu- og náttúrugönguferð um Vatnsleysuströnd og Voga
Gengið úr Vogum að eyðibýlinu Brekku undir Vogastapa og endað við gamla veginn yfir Vogastapa nálægt Grímshól. Gengið með strönd og yfir sand á fjöru um svæði sem kemur mikið við sögu í bókum Jóns Dan. Mæting við Stóru-Vogaskóla í Vogum kl. 16:00.

Þriðjudagur 26. maí
Námskeið fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu
Reykjanes jarðvangur og Markaðsstofa Reykjaness standa fyrir námskeiði fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu á Reykjanesskaga. Námskeiðið hefst kl. 8:30 og er í formi kynnisferðar um svæðið. Skráning og nánari upplýsingar á markadsstofareykjaness.is.

Miðvikudagur 27. maí
Rassaköst á Reykjanesi
Börn úr Sandgerðisskóla lesa upp úr bók Selmu Hrannar Maríudóttur Glingló, Dabbi og Rex - Rassaköst á Reykjanesi í Þekkingarsetri Suðurnesja í Sandgerði kl. 17:00. Ókeypis aðgangur.

Kvöldganga í Húshólma
Húshólmi er í Ögmunarhrauni sem brann árið 1151. Þar er að finna einar elstu mannvistarleifar á Íslandi. Messað verður í Kirkjulágum, tóftum sem taldar eru vera af kirkju. Boðið er uppá rútu kl. 19:00 frá Hópferðum Sævars, Vesturbraut 12 í Reykjanesbæ. Vinsamlegast hafið samband við leiðsögumann í síma 893 8900 sé óskað eftir því að rútan stoppi í Grindavík kl. 19:15 svo gert verði ráð fyrir sætum í rútuna. Kostnaður við rútu er 1.000 kr. Lagt verður af stað frá bílastæði við Suðurstrandarveg kl. 19:30. Leiðsögumaður er Rannveig L. Garðarsdóttir.

Fimmtudagur 28. maí
Opnun Geo Hótel Grindavík
Geo Hótel Grindavík opnar formlega þar sem félagsheimilið Festi var áður til húsa. Þar verður boðið upp á vandaða gistingu í notarlegu umhverfi, alls 36 herbergi með baði. Hótelið er opið gestum og gangandi milli kl. 16:00 og 19:00.

Föstudagur 29. maí
Fjörugrill í Þekkingarsetri Suðurnesja í Sandgerði
Rannsóknasetur HÍ, Þekkingarsetur Suðurnesja og Náttúrustofa Suðvesturlands bjóða upp á þaragrillaðan krækling og fleira góðgæti úr fjörunni við Þekkingarsetur Suðurnesja í Sandgerði milli kl. 17:00 og 18:00.

Laugardagur 30. maí
Gönguferð um Ásbrú
Létt morgunganga um gamla varnarliðssvæðið að Ásbrú í boði Kadeco. Sagt verður frá lífinu á „vellinum" þegar svæðið var í umsjón Bandaríkjahers. Gengið verður frá Eldey, frumkvöðlasetri og endað í Íbúð kanans. Gangan hefst kl. 10:00.

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!