Krakkarnir á Króki kíktu á sauđburđinn á Hópi

  • Fréttir
  • 19. maí 2015

Sú skemmtilega hefð hefur myndast hjá sauðfjárbændunum að Hópi að á hverju vori kemur leikskólinn Krókur í heimsókn í fjárhúsin og fær að kynnast sveitastörfunum og sauðburði frá fyrstu hendi. Krakkarnir virðast hafa mjög gaman af þessum heimsóknum þó svo að lyktin fari reyndar misvel í mannskapinn. Allir vildu fá að halda á lömbum og aðstoða við að gefa. Svo fengu allir muffins og djús á kaffistofunni að launum fyrir vel unnin störf. Jóhanna Harðardóttir stórbóndi deildi með okkur skemmtilegum myndum frá þessari heimsókn.

 

 

 

 

 

 

Þeir kalla hann lambahvíslarann

 

 

 

 

 

 

Þessi var ekki nógu sátt við lyktina í fjárhúsunum

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!