Auglýsing um útgáfu framkvæmdaleyfis og álit Skipulagsstofnunar

  • Skipulag og framkvæmdir
  • 6. maí 2015

Suðvesturlínur Suðurnesjalína 2, 220 kV háspennulína í Grindavík. Í samræmi við ákvæði skipulagslaga nr. 123 frá 2010 veitti Grindavíkurbær, þann 22.04.2015, Landsneti hf. framkvæmdaleyfi fyrir byggingu þess hluta Suðvesturlína, Suðurnesjalínu 2, 220 kV háspennulínu, sem liggur innan sveitarfélagamarka Grindavíkur. Innan Grindavíkur mun línan liggja samsíða núverandi Fitjalínu 1, um 50m vestan hennar, frá tengivirki á Njarðvíkurheiði að tengivirki við Rauðamel.

Framkvæmdin nær til þriggja háspennumastra auk tengdra framkvæmda. Skipulags- og umhverfisnefnd Grindavíkur samþykkti umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfið á fundi nefndarinnar þann 10. desember 2014 og bæjarstjórn Grindavíkur á fundi sínum þann 16. desember 2014. Álit Skipulagsstofnunar um umhverfisáhrif framkvæmdarinnar, skv. ákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106 frá 2000, liggur fyrir í áliti Skipulagsstofnunar frá 17. september 2009. Í álitinu er fjallað um svokallaðar Suðvesturlínur í heild en Suðurnesjalína 2 er hluti þeirrar framkvæmdar.

Framkvæmdaleyfið og tengd gögn má nálgast á hér að neðan.

Í samræmi við 4. gr. laga nr. 130 frá 2011, um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, er vakin er athygli á því að þeir sem eiga lögvarinna hagsmuna að gæta sem og umhverfis- og útivistarsamtök með minnst 30. félaga, enda samrýmist tilgangi samtakanna að gæta þeirra hagsmuna sem kæran lýtur að, geta kært útgáfu leyfisins innan mánaðar frá birtingu auglýsingar þessarar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík, sjá nánar heimasíðu nefndarinnar uua.is.

Grindavík, 4. maí 2015.

F.h. Grindavíkurbæjar,
Róbert Ragnarsson,
bæjarstjóri.

Framkvæmdaleyfi

Matsskýrslur

Frummatsskýrsla

Suðvesturlínur matsskýrsla

Suðvesturlínur matsskýrsla - viðaukar

 

Fylgigögn
Lýsing mannvirkja vegna útgáfu framkvæmdaleyfis 

Yfirlitskort

Mastragerðir

Álit skipulagsstofnunar

 

Myndir og kort

Mynda- og kortahefti forsíða

Yfirlitskort

Loftmyndakort

Þemakort

Sýnileikakort

Líkanamyndir

 

Viðaukar

Viðaukar - forsíða

Fuglar og gróður

Frumrannsóknir á gróðurskemmdum

Jarðfræði og jarðmyndanir

Fornminjar

Hljóðvist- raf og segulsvið

Ferðaþjónusta og útivist

Jarðstrengir/loftlínur

 

Mynd: Landsnet.is


Deildu þessari frétt

AÐRAR TILKYNNINGAR

Fréttir / 29. september 2023

Útboð vegna verkfræðihönnunar sundlaugar

Fréttir / 2. ágúst 2023

Starfsfólk óskast í heimaþjónustu

Fréttir / 15. júní 2023

Umferðaröryggistefna í kynningu

Skipulagssvið / 24. nóvember 2022

Deiliskipulag við Þorbjörn - auglýsing

Skipulagssvið / 31. maí 2022

Nýjar reglur um lóðarúthlutanir

Skipulagssvið / 13. maí 2022

Deiliskipulag fyrir Laut – auglýsing

Skipulagssvið / 2. mars 2022

Skyndilokun á köldu vatni

Fréttir / 16. febrúar 2022

Útboð: Útdraganlegir áhorfendabekkir

Fréttir / 2. desember 2021

Auglýsing um aðalskipulagsbreytingar

Höfnin / 8. nóvember 2021

Beðið eftir varahlutum