Fyrirmyndardagurinn í Grindavík

  • Fréttir
  • 30. apríl 2015

Þann 17. apríl sl. var Fyrirmyndardagurinn haldinn hátíðlegur víða um land. Vinnumálastofnun stendur fyrir þessum degi og er þetta annað árið í röð sem dagurinn er haldinn hér á landi. Markmið dagsins er m.a. að gefa atvinnurekendum og stofnunum tækifæri á því að bjóða atvinnuleitendum með skerta starfsgetu að taka þátt í starfseminni þennan dag eða hluta úr degi.

Hér í Grindavík voru þeir Sigurður M. Matthíasson og Ingólfur Andrason gestastarfsmenn og komu þeir víða við. Sigurður var gestastarfsmaður á hársnyrtistofunni Rossini og fór Ingólfur á tvo staði, í Þjónustumiðstöðina hjá Grindavíkurbæ og í Stakkavík. Í Stakkavík skoðaði hann starfsumhverfið og fékk fræðslu um starfsemina sem þar fer fram. Það var ánægjulegt að taka þátt í þessum degi með þeim og ég vona að fleiri fyrirtæki bætist í hópinn að ári. Ég vil þakka þeim fyrirtækjum sem tóku þátt kærlega fyrir.

Hlín Sigurþórsdóttir


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir