950 bćkur lesnar í lestrarátaki á Króki

  • Fréttir
  • 30. apríl 2015

Krakkarnir á Króki hafa undanfarið staðið í ströngu við lestur en lestrarátak stóð yfir á leikskólanum frá 23. febrúar og fram að páskum. Alls voru lesnar 950 bækur þetta árið. Frétt frá Króki um átakið ásamt tölfræði má lesa hér að neðan:

„Nú er lestrarátakinu okkar lokið en það stóð yfir frá 23. febrúar fram að páskum. Gaman var að sjá hversu mikið er lesið heima með börnum en því miður náði ormurinn ekki að bíta í skottið á sér þetta árið. Í heildina voru lesnar 950 bækur og af þeim voru um 70 bækur á erlendu tungumáli sem er mjög ánægjulegt og gaman að sjá. Við fengum góða gesti í heimsókn á meðan á lestrarátakinu stóð en til okkar komu eldri borgarar og lásu fyrir börnin og núna þessa dagana standa yfir heimsóknir á bókasafnið en þangað fara öll börn. Við ákváðum að skipta súluritinu í tvo flokka, vinsælustu bækurnar og vinsælastu bókaflokkana. Á súluritunum getið þið séð hverjar vinsælustu bækurnar þetta árið voru og auk þess má sjá vinsælustu bókaflokkana.“


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir