Hjólakraftur: Skemmtilegt forvarnarverkefni

  • Fréttir frá Ţrumunni
  • 30. apríl 2015

Í byrjun mars hófst forvarnarverkefnið Hjólakraftur en það er hjólaklúbbur á vegum félagsmiðstöðvarinnar Þrumunnar í samstarfi við grunnskólann. Umsjónarmaður er reynsluboltinn Þorvaldur Daníelsson hjólagarpur en hann kemur til Grindavíkur tvisvar í viku með þeim tíu nemendum í 8. til 10. bekk sem komust í klúbbinn. Verkefnið stendur í þrjá mánuði eða til u.þ.b. 10. júní.  

Markmið verkefnisins er að að virkja vanvirka einstaklinga, fá þá til þess að komast upp úr þeim hjólförum sem eru hamlandi. Það er gert með jákvæðni að leiðarljósi og því að leggja rækt við það sem einstaklingarnir eru sterkir í. 
Hjólakraftur hefur sett sér það markmið að taka þátt í Bláa lóns þrautinni árið 2015. 

Þorvaldur leggur gríðarlega áherslu á að foreldrar styðji við bakið á unga fólkinu og vill gjarnan að utan þeirra tíma sem hann hjólar með krökkunum að foreldrarnir taki við keflinu og séu virkir.

Þess má geta að Róbert Ragnarsson bæjarstjóri hjólaði með krökkunum um daginn og mæltist það afar vel fyrir.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir