Börn hjálpa börnum 2015

  • Fréttir
  • 29. apríl 2015

Í tilefni söfnunarinnar Börn Hjálpa börnum 2015 sem ABC barnahjálpin stóð fyrir í vetur, kom Þorgerður Herdís Elíasdóttir í skólann til okkar í gær og færði nemendum í 5. bekk viðurkenningaskjöl fyrir að hjálpa til við söfnunina. Alls söfnuðu nemendur í Grunnskóla Grindavíkur 185.734,- krónum og verður það notað til byggingar öðrum áfanga skóla og heimavistar fyrir ABC starfið í Nairobi í Kenýa. 

Þorgerður heimsótti þennan skóla í vetur og vann þar í heilan mánuð. Hún sýndi börnunum fullt af myndum frá heimsókninni og sagði þeim frá fátæku börnunum sem eru svo glöð og þakklát fyrir að það skulu vera til börn lengst upp á Íslandi sem gefa tíma sinn í að safna peninum fyrir þau svo þau fái tækifæri til að ganga í skóla . Börnin í 5. bekk voru mjög ánægð með komuna og sögðust vera glöð yfir því að geta hjálpað til.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir