Uppeldi sem virkar - fćrni til framtíđar. Síđustu forvöđ ađ skrá sig

  • Fréttir
  • 28. apríl 2015

Námskeiðið "Uppeldi sem virkar - færni til framtíðar" fer af stað núna á fimmtudaginn. Það eru því síðustu forvöð fyrir áhugasama foreldra að skrá sig á námskeiðið núna. Allar nánari upplýsingar um námskeiðið má sjá hér að neðan.

Grindavíkurbær stendur fyrir foreldranámskeiði fyrir foreldra 0-7 ára barna. Námskeiðið kallast: Uppeldi sem virkar - færni til framtíðar. Námskeiðið tekur alls 8 tíma sem skiptast niður á fjögur kvöld. Þátttökugjald er kr. 2000 fyrir einstaklinga og 3000 fyrir par. Innifalin eru námskeiðsgögn og Uppeldisbókin. Upplýsingar og skráning: ragnhildur@grindavik.is

Fjögur skipti frá klukkan 17.00 -19.00

Fimmtudagur 30. apríl
Fimmtudagur 7. maí
Þriðjudagur 12. maí.
Þriðjudagur 19. maí

Farið verður yfir hvernig er hægt að:

- Koma í veg fyrir hegðunarerfiðleika?
- Hjálpa börnum að þróa með sér öryggi,
sjálfstæði og jákvæðni?
- Auka eigin styrkleika og færni í
foreldrahlutverkinu?
- Nota aga á jákvæðan og árangursríkan hátt?
- Kenna börnum æskilega hegðun?
- Takast á við venjuleg vandamál í uppeldi?

Leiðbeinendur: Fríða Egilsdóttir, leikskólatjóri leikskólans Lautar og Ragnhildur Hauksdóttir, leikskólaráðgjafi/fjölskyldumeðferðarfræðingur skóla- og félagsþjónustu.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir