Ćfingaleikur viđ Fjölni

  • Fréttir
  • 28. apríl 2015

Þá er komið að því að spila fyrsta heimaleik okkar á árinu. Við fáum úrvalsdeildarlið Fjölnis í heimsókn á morgun, miðvikudag, kl 18.00. Fjölnir er með gríðarlega sterkan hóp þetta árið þannig að það verður gaman að sjá hvar við stöndum gegn góðu úrvalsdeildarliði.  

 Íslandsmótið hefst eftir 10 daga þannig að nú er kominn ágætis mynd á liðið. 
Við bjóðum stuðningsmenn velkomna í Gula Húsið kl 17.00 í kaffi og bakkelsi. Þar gefst stuðningsmönnum kostur á að hittast aðeins og stilla saman strengi.
Þjálfarar ætla að mæta og fara yfir áherslur varðandi leikinn og taka á móti spurningum.
Grindavík - Fjölnir 
Grindavíkurvöllur (Gamli aðalvöllurinn)
Miðvikudaginn 29. apríl Kl 18.00
Stuðningsmenn mæta 17.00 í Gula Húsið
Sala árskorta byrjar líka á morgun.
Verð fyrir félaga í Stinningskalda kr. 7.500, almennt verð kr. 10.000.
Gildir á alla heimaleiki í 1.deild karla sumarið 2015.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir