Þrjú sumarstörf fyrir námsmenn í Grindavík

  • Fréttir
  • 22. apríl 2015

Ertu námsmaður, verður a.m.k. 18 ára á þessu ári og ert í námi, á milli missera eða skólastiga, ert með lögheimili í Grindavík og ekki komin(n) með sumarvinnu? Velferðarráðuneytið og Vinnumálastofnun standa í sumar fyrir átaksverkefni til að fjölga störfum á vegum stofnana ríkisins og sveitarfélaga, fyrir námsmenn í atvinnuleit. Grindavíkurbær er eitt þeirra sveitarfélaga sem tekur þátt í verkefninu og mun bjóða námsmönnum með lögheimili í Grindavík að sækja um sumarstörf.  

Alls verður boðið upp á þrjú (3) störf samkvæmt þessu átaksverkefni hjá bænum, við fjölbreytt verkefni, í tvo mánuði (júní og júlí). Til greina koma störf í miðstöð þjónustu við fatlaðra, höfnina, íþróttasvæði, bæjarskrifstofu, leikskóla, bókasafn, vinnuskóla, tjaldsvæði o.fl. 

 Umsóknareyðublöð um störfin er að finna hér (best að opna í Explorer vafra).

Vinsamlegast fyllið út, tilgreinið einnig áhugasvið hvað varðar sumarstarf og sendið umsóknina á netfangið thorsteinng@grindavik.is, eða skilið í afgreiðslu á bæjarskrifstofunum.

Áríðandi! Umsókninni þarf að fylgja skrifleg staðfesting frá þeim skóla sem umsækjandi mun stunda nám sitt í næsta skólaár.

Umsóknarfrestur er til 7. maí. n.k.


Deildu þessari frétt

AÐRAR TILKYNNINGAR

Fréttir / 29. september 2023

Útboð vegna verkfræðihönnunar sundlaugar

Fréttir / 2. ágúst 2023

Starfsfólk óskast í heimaþjónustu

Fréttir / 15. júní 2023

Umferðaröryggistefna í kynningu

Skipulagssvið / 24. nóvember 2022

Deiliskipulag við Þorbjörn - auglýsing

Skipulagssvið / 31. maí 2022

Nýjar reglur um lóðarúthlutanir

Skipulagssvið / 13. maí 2022

Deiliskipulag fyrir Laut – auglýsing

Skipulagssvið / 2. mars 2022

Skyndilokun á köldu vatni

Fréttir / 16. febrúar 2022

Útboð: Útdraganlegir áhorfendabekkir

Fréttir / 2. desember 2021

Auglýsing um aðalskipulagsbreytingar

Höfnin / 8. nóvember 2021

Beðið eftir varahlutum