Víđavangshlaup Grindavíkur á sumardaginn fyrsta

  • Fréttir
  • 22. apríl 2015

Fimmtudaginn 23. apríl kl. 11:00 verður árlegt víðavangshlaup Grindavíkur á sumardaginn fyrsta. Allir sem taka þátt fá verðlaunapening frá Bláa Lóninu. Dagskráin er eftirfarandi:  

  • Hlaupið verður ræst frá sundlauginni (við hraðahindrun á Stamphólsvegi).
  • Skráning á staðnum frá kl. 10:30. 
  • Drykkir og bananar við endamark. 

Hlaupinu verður skipt í eftirfarandi flokka og ræst út í aldursröð:

  • Leikskólakrakkar (ásamt foreldrum/forráðamönnum/öfum og ömmum, foreldrum með barnakerrur osfrv)
  • 1.-2. bekkur
  • 3.-4. bekkur
  • 5.-7. bekkur
  • 8.-10. bekkur
  • 16 ára + (fullorðinsflokkur), hlaupa með 8.-10. bekk.

Búið er að einfalda hlaupaleiðina. Sjá nánar á kortinu.

Leikskólinn: Rauður hringur (boðið verður upp á styttri leið fram hjá sundlauginni fyrir þá sem vilja)
1. og 2. bekkur: Rauður hringur
3.-4. bekkur: Gulur hringur
5.-7. bekkur: Gulur og rauður hringir
8.-10 bekkur: 3 gulir hringir
16+fullorðnir: 3 gulir hringir
Gulur hringur = 1,3 km
Rauður hringur = 1 km

Verðlaun:

  • Vetrarkort í Bláa Lónið fyrir fyrsta sæti í 5.-7. bekk, 8.-10, bekk og fullorðinsflokki. 
  • Kort í Fjölskyldugarðinn fyrir fyrsta sæti í 1.-2. bekk og 3.-4 bekk. 
  • Mætingabikar fyrir þann bekk sem er duglegastur að mæta.


FRÍTT Í SUND FYRIR ALLA BÆJARBÚA ALLAN DAGINN. OPIÐ KL. 10:00-15:00.

Grindavíkurbær
Foreldrafélag Grunnskóla Grindavíkur
Foreldrafélag leikskólans Lautar
Foreldrafélag heilsuleikskólans Króks
Bláa Lónið 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir