List án landamćra á Suđurnesjum-Hátíđ fjölbreytileikans!

  • Fréttir
  • 21. apríl 2015

Listahátíðin List án landamæra var sett í Reykjavík þann 10. apríl sl. og er nú í fullum gangi. Hátíðin er einnig haldin víða um landið og laugardaginn 25. apríl kl. 13.30 fer fram opnunarhátíð Listar án landmæra á Suðurnesjum. Hátíðin er þar haldin í 6. sinn og hefur alla tíð verið samstarfsverkefni sveitarfélaganna á Suðurnesjum og Miðstöðvar Símenntunar á Suðurnesjum.

Að sögn Guðlaugar Maríu Lewis, verkefnastjóra hátíðarinnar, eru spennandi viðburðir á dagskrá með leiklist og myndlist í forgrunni. Opnunarhátíðin sem fram fer í Frumleikhúsinu í Reykjanesbæ hefst með opnun litríkrar samsýningar þar sem sýnd verða verk af ýmsu tagi svo sem tölvugerðar teiknimyndir, silkiþrykk og perluverk. Við þetta tilefni verður einnig frumsýnt nýtt myndband með grínsketchum eftir notendur í Hæfingarstöðinni. Loks frumsýna Bestu vinir í bænum, í samstarfi við Leikfélag Keflavíkur og Gargandi Snilld, nýtt sviðsverk.

Um 30 manna hópur tekur þátt í uppfærslunni „Árshátíð í ævintýraskógi" sem er samið af leikstjórunum Guðnýju Kristjánsdóttur og Höllu Karen Guðjónsdóttur, sem eru þrautreyndar leikhúskonur úr Leikfélagi Keflavíkur. Hópurinn samanstendur af leikhópnum Bestu vinum í bænum, sem setur upp leikverk í 4. sinn á List án landamæra og krökkum af námskeiðunum Gargandi snilld, sem eru söng og framkomu námskeið sem Guðný hefur staðið fyrir um árabil. Frábær andi ríkir í leikhópnum og þar hafa allir múrar verið brotnir niður. Þar leika saman börn og fullorðnir, fatlaðir og ófatlaðir og meira að segja ævintýrin eru hrist út úr sýnum hefðbundna ramma, þannig að útkoman verður óútreiknanleg og spennandi. Auk frumsýningarinnar á laugardag verður verkið sýnt tvisvar á sunnudag og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Til viðbótar við þessa viðburði stendur Björgin geðræktarmiðstöð fyrir kaffihúsi á sumardaginn fyrsta og þá standa kennarar í grunnskólanum Akurskóla fyrir myndlistarsýningu, í höfuðstöðvum Kaffitárs, á verkum sérlega hæfileikaríks nemanda úr 3. bekk.

„Það er því ærin ástæða til að lyfta sér á kreik um helgina og taka þátt í List án landamæra á Suðurnesjum og hví ekki að nýta tækifærið og líta við á Rokksafni Íslands og skoða Einkasafn poppstjörnunnar Páls Óskars, líta við hjá Skessunni í Skessuhelli, heimsækja Duushúsin með sína 8 sýningarsali með glæsilegum sýningum eða fræðast um ferðir víkinganna og víkingskipsins Íslendings í Víkingaheimum," segir Guðlaug María og hlakkar til spennandi helgar.

Nánari upplýsingar um dagskrá hátíðarinnar má finna á reykjanesbaer.is eða á facebooksíðu Reykjanesbæjar.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!