Fundur 4

  • Umhverfis- og ferđamálanefnd
  • 16. apríl 2015

4. fundur umhverfis- og ferðamálanefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, miðvikudaginn 15. apríl 2015 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Gunnar Margeir Baldursson formaður, Hjörtur Waltersson aðalmaður, Magnús Andri Hjaltason aðalmaður, Jón Emil Halldórsson aðalmaður, Ármann Halldórsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Siggeir Fannar Ævarsson Upplýsinga- og skjalafulltrúi og Kristín María Birgisdóttir varamaður.

Fundargerð ritaði: Siggeir F. Ævarsson, upplýsinga- og skjalafulltrúi.

Dagskrá:

1. 1502097 - Skógrækt í landi Grindavík: Sköpum skjól
Guðmundur Grétar Karlsson formaður Skógræktarfélags Grindavíkur mætti á fundinn ásamt 3 stjórnarmönnum og kynnti starf félagsins, framtíðarplön og fleira. M.a. fyrirhugað skjólbelti á Hópsheiði við vegstæði Suðurstrandarvegar framtíðarinnar.

Margt á döfinni hjá félaginu, sjálfboðaliðar frá Ceeds á leiðinni til landsins í sumar sem munu vinna að göngustígagerð á svæðinu í júní. Klára á leiktæki, grisja meira, bæta aðstöðu og fleira.

Guðmundur vakti einnig athygli á hlutverki hliðsins við Selskóg, en eftir að það var sett upp hefur umgengni um skóginn tekið stórstígum framförum. Hann vakti einnig athygli á því að auðsótt mál er að fá lykil að hliðinu ef menn þurfa á því að halda. Rætt um að sett verði upp skilti við hliðið til þess að tryggja góða og rétta umgengni.

Nefndinni falið að vinna framtíðarsýn fyrir Selskóg og skógrækt á svæðinu þar í kring fyrir næsta fund.

2. 1504007 - Græn og opin svæði: Samráð við umhverfis- og ferðamálanefnd

Hjalti Guðmundsson, umsjónarmaður grænna- og opinna svæða kom á fundinn og kynnti hugmyndir um skógrækt í landi Grindavíkur, verkefnið "Sköpum skjól". Hjalti vakti athygli á að mjög takmarkað fé væri eyrnamerkt verkefninu. Farið var rækilega yfir fyrirhugaða göngustíga og gróðurvöntun í bænum. Stefnt verður á vettvangsferð á næsta fundi til að móta stefnu til framtíðar. Hjalti gerði grein fyrir sínum hugmyndum um nýtingu svæða í bænum. Nefndin óskar eftir að Hjalti komi reglulega á fundi og vinni í samráði við nefndina að frekari útfærslum.

Hjalta veitt heimild til að vinna að endurbótum trjágróðurs og beða við Víkurbraut.

3. 1504006 - Umhverfisdagar: 2015
Brýnt að Umhverfisdagar 2015 verði fyrir Sjómannadagshelgina. Nefndin leggur til að Umhverfisdagar verði dagana 9.-16. maí. Nánari útfærsla verður auglýst á heimasíðu Grindavíkurbæjar þegar nær dregur.

4. 1503009 - Vindorkugarður á Reykjanesi: viljayfirlýsing
Nefndinni hugnast ekki að byggður verði vindmyllugarður í landi Grindavíkur.

5. 1503029 - Auðlindastefna og Eldfjallagarður: Skýrsla
Lagt fram

6. 1503060 - Vegagerð: Samráðsfundir
Fundargerð frá fundi með Vegagerðinni lögð fram. Nefndin harmar viðvarandi sinnuleysi Vegagerðarinnar í vegamálum Grindavíkurbæjar og vonar að gerði verði bragarbót í þessum málaflokki sem allra fyrst.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:10.

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135

Frćđslunefnd / 7. september 2023

Fundur 134