Breytingar á dagforeldraţjónustu

  • Fréttir
  • 25. mars 2015

Nú á útmánuðum tók bæjarráð fyrir erindi frá sviðsstjóra félagsþjónustu-og fræðslusviðs og leikskólafulltrúa varðandi gjaldskrá dagforeldraþjónustu fyrir börn eldri en 18 mánaða. Samþykkti bæjarráð breytingu á gjaldskrá dagforeldraþjónustu, þannig að foreldrar barna í dagforeldraþjónustu greiði sama gjald og foreldrar barna á leikskólum frá og með 18 mánaða aldri, að því gefnu að börnin séu á biðlista á leikskóla. Breytingarnar tóku gildi 1. mars.

Við heyrðum í Ragnhildi Birnu Hauksdóttur, leikskólafulltrúa Grindavíkurbæjar til þess að forvitnast nánar um þessar breytingar.

„Þetta er auðvitað frábært framtak hjá bænum og mun án vafa koma mörgum foreldrum vel. Leikskólarnir okkar eru þétt setnir þessi misserin og margir foreldrar þurfa að nýta þjónustu dagforeldra fram yfir 18 mánaða aldur barna þeirra. Þetta er lækkun á kostnaði um 25 þús-und á mánuði að meðaltali fyrir hvert barn og munar um minna en í stóra samhenginu er þetta ekki mikill kostnaður fyrir bæjarfélagið, sérstaklega borið saman við kostnað við leikskólavist. Þetta er því alveg borðliggjandi dæmi að hrinda þessu í framkvæmd, allir hagnast á þessu.

Þá má bæta því við að í dag eru starfandi fjórir dagforeldrar í Grindavík og þar af tveir með uppeldismenntun. Eins og staðan er í dag er þörf fyrir fleiri.

Það er líka gaman að segja frá því að dagforeldrar hafa sýnt áhuga á læsisstefnu Grindavíkur sem leikskólarnir eru að vinna að, á metnaðarfullan hátt. Við tökum fagnandi á móti þeim í verkefnið með okkur enda hægt að gera svo ótalmargt með ungum börnum sem styður við þroska þeirra. Það verður gaman að sjá hvað kemur úr því," sagði Ragnhildur.

Laust pláss í daggæslu

Laust pláss er í daggæslu hjá Guðrúnu Atladóttur. Hægt er að hafa samband beint við hana í síma 864 8020.

(Greinin birtist fyrst í 1. tbl. Járngerðar 2015, fréttabréfi Grindavíkurbæjar)


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir