Fundur 1376

  • Bćjarráđ
  • 20. mars 2015

1376. fundur Bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 17. mars 2015 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson formaður, Bryndís Gunnlaugsdóttir Holm aðalmaður, Kristín María Birgisdóttir varaformaður, Marta Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi, Róbert Ragnarsson bæjarstjóri og Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri.

Formaður leitar heimildar til að bæta máli á dagskrá með afbrigðum.

1503110: Vatnsveita Grindavíkur: Gjaldskrá

Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1. 1501010 - Íþróttamannvirki: Uppbygging tengibyggingar og íþróttasalar
Framhald frá síðasta fundi. Þorsteinn Gunnarsson sviðsstjóri frístunda-og menningarsviðs og Ármann Halldórsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kynntu áætlaðan rekstrarkostnað fyrir mannvirkið og tillögu að stúku.

2. 1503075 - Umferðaröryggisáætlun: aðkoma um Grindavíkurveg
Bæjarstjóri kynnti þær hugmyndir sem unnið hefur verið að varðandi aðkomu um Grindavíkurveg í samstarfi við Vegagerðina.

Bæjarráð lýsir áhyggjum sínum af miklum umferðarhraða við innkomuna í bæinn og skorar á samgöngunefnd og Vegagerðina að hefja nú þegar undirbúning að gerð hringtorgs sem tengir saman fyrirhugaðan Suðurstrandarveg, Nesveg og Grindavíkurveg.

3. 1503107 - Vatnslögn: Seljabót frá Ránargötu að Suðurgarði
Skipulags- og umhverfissvið leggur til að lögð verði afkastameiri vatnslögn frá Ránargötu um Seljabót að Suðurgarði.

Bæjarráð samþykkir tillöguna og felur byggingafulltrúa að leita tilboða í verkefnið.

4. 1503095 - Fasteignamat: Tillaga um endurmat eigna vegna breyttrar nýtingar
Bæjarstjóri leggur fram tillögu um endurmat eigna vegna breyttrar nýtingar húsa í Grindavík.
Borist hafa upplýsingar um að embætti sýslumanns hafi veitt leyfi til þess að stunda atvinnustarfsemi í húsum sem eru skráð sem íbúðarhús. Umrædd leyfi hvað varðar gistingu eða veitingastarfsemi eru veitt á grundvelli reglugerðar nr.585/2007.

Álagning fasteignagjalda er byggð á fasteignamati og flokkun miðað við notkun húsa svo sem tilgreint er í lögum nr. 4/1995 um fasteignagjöld. Til þess að gæta jafnræðis er nauðsynlegt að tryggja að eignir séu rétt flokkaðar í mati eftir notkun þeirra.

Samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar eru álagningarstuðlar fasteignagjalda svo sem hér segir:
Flokkur A íbúðarhús er 0,36%,
Flokkur B sem eru opinberar byggingar er 1,32%
Flokkur C sem er atvinnuhúsnæði er 1,65%.

Húsnæði sem nýtt er til ferðaþjónustu er flokkað í C-flokk.

Að teknu tilliti til þess sem að framan greinir leggur bæjarstjóri til að byggingarfulltrúa verði falið að afla upplýsinga um útgefin rekstrarleyfi hjá embætti sýslumanns og koma þeim til Þjóðskrár svo tryggt verði að húsnæði í bænum hljóti rétta flokkun og þar með verði álagning fasteignagjalda á grundvelli traustra upplýsinga um notkun viðkomandi húsa.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

5. 1503039 - Víðihlíð: Leigufjárhæð íbúða
Framhald frá síðasta fundi.

6. 1503110 - Vatnsveita Grindavíkur: Gjaldskrá

Sviðsstjóri fjármála-og stjórnsýslusviðs lagði fram tillögu um gjaldskrá vatnsveitu lögð fram, á grundvelli reglugerðar um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 401/2005

Bæjarráð vísar gjaldskránni til bæjarstjórnar til staðfestingar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00.

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135