Upplýsingar um Árshátíđ 2015

  • Fréttir
  • 20. mars 2015

Nú er komið að því sem margir telja vera einn af hápunktum vetrarins. Það er árshátið nemenda í Grunnskóla Grindavíkur.  Þriðjudaginn 24. mars er leiksýning kl. 14:00. Þessi sýning er eingöngu fyrir unglingastigið. Það er ekki kennsla á þessum degi heldur mæta nemendur á sýninguna.   Undirstrikuð er skyldumæting unglingastigsins á sýninguna.

Að þessu sinni eru tvö leikrit til sýningar. Nemendur í 7-8. bekkjum sýna leikritið Hin fjögur fræknu og nemendur í 9-10. bekkjum sýna Hakuna Matata.  Leikstjórar eru gamlir nemendur Grunnskólans, Bjarni Þórarinn Hallfreðsson og Hanna Dís Gestsdóttir.

(smellið á MEIRA)

Nemendur á miðstigi eru samkvæmt stundaskrá í skólanum þennan dag nema 5. bekkir og 6. K. Þeir bekkir ljúka kl. 13:30. Nemendum í 5. og 6. bekkjum gefst kostur á að koma á árshátíðardansleik á þriðjudagskvöld.  Dansleikurinn er frá 20:00-23:00 og geta nemendur þessa bekkja verið til 21:30. Þá eiga foreldrar að sækja þau.  Það gildir einnig þegar dansleik lýkur um 23:00 hjá unglingastigi þá eiga foreldrar að sækja börn sín.  

Miðaverð er kr 500 fyrir miðstigsnemendur í 5. og 6. bekk. Unglingastigið greiðir 1000. kr fyrir miða á dansleikinn.
Umsjónarkennarar taka á móti greiðslum fyrir dansleik.
Það er nemendaráð og viðburðarteymi sem hafa veg og vanda að undirbúningi dansleiksins.

Kennsla hefst aftur hjá nemendum í 5.-10. bekkjum miðvikudaginn 25. mars kl. 9:40.

Leiksýningin verður svo sýnd á bæjarsýningum miðvikudaginn 25. mars kl 20:00 og á fimmudegi 26. mars kl 17:00 Ath. breyttan sýningartíma á fimmtudegi.

Það er Dj Egill Birgis sem þeytir skífur frá 20:00-22:00 en þá stígur á stokk hljómsveit sem ber nafnið Tólfnúllnúll 

• Skólareglur gilda á dansleiknum.
• Það er ekki leyfilegt að eldri nemendur komi á dansleikinn.
• Nemendur fara ekki út meðan á dansleik stendur nema til að fara af dansleik.
• Foreldrar láti umsjónarkennara/deildarstjóra vita ef eitthvað sérstakt er.
• Það er leyfilegt að bjóða gesti á grunnskólaldri með -viðkomandi verður að tilkynna það til deildarstjóra.

Foreldrum er bent á bæjarsýningar á miðvikudag og fimmtudag.

Góða skemmtun og gleðilega hátíð.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir