Grindavík fór á kostum og stöđvađi sigurgöngu KR

  • Fréttir
  • 9. febrúar 2009

Grindavík varđ fyrst allra liđa til ađ leggja toppliđ KR-inga ađ velli í úrvalsdeild karla í körfubolta en KR hafđi unniđ 16 leiki í röđ og ekki tapađ leik í allan vetur, ţegar kom leik liđanna í Röstinni.
 
?Ţetta var mikill vinnusigur. Viđ börđumst eins og ljón og ćtluđum ađ gefa allt í ţetta. Viđ leiddum allan leikinn og ţetta var góđur og sanngjarn sigur," sagđi Friđrik Ragnarsson, ţjálfari Grindavíkur, viđ Stöđ 2 Sport eftir leikinn ţar sem hann var í beinni útsendingu.

Grindavík hafđi forystu nánast allan leikinn. ?Viđ áttum leikmenn sem stigu upp og komu međ ţennan herslumun sem viđ ţurftum. Ég tel okkur hafa náđ ađ brjóta töluvert stóran sálfrćđilegan múr í dag," sagđi Friđrik en hann á ţó ekki von á ţví ađ KR misstígi sig aftur á leiđ sinni ađ deildarmeistaratitlinum.

Röstin var trođfull ţegar leikurinn hófst. Grindavík hafđi yfir eftir fyrsta leikhluta, 25-23 og stađan í hálfleik 50-44. Grindavík hafđi 13 stiga forskot eftir ţriđja leikhluta, 75-62. KR tókst ađ klóra í bakkann en Grindavík fór á kostum á lokasprettinum og lagđi KR ađ velli međ 11 stiga mun, 91-80.

Páll Axel Vilbergsson var stigahćstur í liđi Grindavíkur međ 20 stig, Ţorleifur Ólafsson skorađi 19 og Helgi Jónas Guđfinnsson 16. Í liđ KR var Jón Arnór Stefánsson stigahćstur međ 21 stig.
Ef Grindavík og KR verđa jöfn ađ stigum í lok mótsins hirđir Grindavík efsta sćtiđ međ betri árangur í innbyrđis viđureignum.
 
Stađan:
  1. KR             17 16  1 1624:1248 32
  2. Grindavík    17 15  2 1674:1370 30
  3. Snćfell       17 11  6 1411:1237 22
  4. Keflavík      17 11  6 1465:1300 22
  5. UMFN         16  8  8 1294:1365 16
  6. Stjarnan     17  8  9 1452:1447 16
  7. Breiđablik    17  7 10 1327:1477 14
  8. ÍR              17  7 10 1414:1426 14
  9. Tindastóll    16  7  9 1306:1361 14
 10. FSU           17  6 11 1382:1420 12
 11. Ţór A.        17  4 13 1369:1525  8
 12. Skallagrímur 17  1 16 1055:1597  2
 
Myndina tók Ţorsteinn Gunnar Kristjánsson af Páli Axel Vilbergssyni setja niđur ţrist í leik liđanna í kvöld.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir