Ferđakynning í Salthúsinu

  • Fréttir
  • 19. mars 2015

Guðrún Bergmann, framkvæmdastjóri nýrrar ferðaskrifstofu sem heitir FERÐIR FYRIR ÞIG, verður með ferðakynningu í Salthúsinu í Grindavík miðvikudaginn 25. mars kl. 20:00. Á kynningunni verður Guðrún með myndasýningu og fjallar um ferðatilhögun og áfangastaði þeirra ferða sem FERÐIR FYRIR ÞIG bjóða uppá.

Um er að ræða mismunandi hópferðir, sem Guðrún kynnir í máli og myndum og fjallar um ferðatilhögun og áfangastaði, auk þess sem hún fjallar um ferðamöguleika fyrir þá sem vilja ferðast á eigin vegum. Í öllum tilvikum er um sérferðir að ræða og hóparnir eru frá 16-24 manns. Íslensk fararstjórn er í öllum ferðum, nema þess sé sérstaklega getið og allar staðarlýsingar túlkaðar á íslensku fyrir ferðamenn.

Hópferðir ársins eru til Írlands nú í sumar, til Ástralíu og Nýja-Sjálands með viðkomu í Dubai í haust, til Bretlands í lúxus aðventuferðir í nóvember og desember og til Lapplands í svölustu ferðina í janúar og febrúar 2016. Einstaklingar geta ekið um sveitir Suður-Englands á fornbílum og gist í sérvöldum hótelum, tekið sér far með skipi til St. Helena þar sem Napóleón varði síðustu ævidögum sínum eða siglt um afskekktar eyjar Tahiti eyjaklasans með póst- og vöruflutningaskipi.

Allir eru velkomnir á kynninguna í Salthúsinu á miðvikudaginn kl. 20:00.
Nánar á: www.trips.is - Facebook: FERÐIR FYRIR ÞIG


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!