Dagskrá um 100 ára kosningarétt kvenna í dag kl. 16

  • Fréttir
  • 15. mars 2015

Vegna veðurs var dagskrá í gær um 100 ára kosningarétt kvenna á Íslandi frestað. Hún fer fram í dag sunnudag kl. 16:00 og verður í samkomusal nýja íþrótttamannvirkisins við Austurveg. Dagskráin er eftirfarandi:  

Ávarp og síðan tekur við glæsileg dagskrá. Saga Kvenfélags Grindavíkur verður rakin. Núverandi formaður ásamt fyrrum formönnum fara yfir 90 ára sögu félagsins í máli og myndum.

Perlur festarinnar eru margvíslegar er yfirskrift á ávarpi Birnu Þórðardóttur á þessum merku tímamótum. Í fjóra áratugi hefur Birna Þórðardóttir verið eins konar persónugervingur pólitískra mótmæla gegn misrétti og stríðsrekstri. Enn tekur hún virkan þátt í slíkum aðgerðum þegar við á. Jafnvel fólk sem ekki er sammála skoðunum hennar eða baráttuaðferðum getur varla annað en borið virðingu fyrir henni. Birna er frábær fyrirlesari með húmor þó undirtónninn sé alvarlegur.

Í ár eru liðin 100 ár frá því konur á Íslandi fengu kosningarétt. Ný stjórnarskrá með ákvæði um að konur og vinnumenn eldri en 40 ára fengju kosningarétt og kjörgengi til þingkosninga litu dagsins ljós árið 1915. Átti að lækka aldurstakmarkið í skrefum um eitt ár á ári hverju þar til það væri komið niður í 25 ár til jafns við karlmenn. Það takmark hefði náðst árið 1931 að óbreyttri stjórnarskrá. Frá þessu var fallið árið 1920 og kosningaréttur karla og kvenna gerður jafn.

Súpa og brauð verður í boði fyrir gesti.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál

Fréttir / 27. mars 2024

Loftgćđi og mengun