Málverkasýningar í fremstu röđ

  • Fréttir
  • 15. mars 2015

Þrjár skemmtilegar málverkasýningar voru opnaðar í Menningarvikunni í gær. Helga Kristjánsdóttir ásamt þremur málurum frá Úkraínu og Hvíta Rússlandi opnaði sýningu í gamla bókasafninu í verslunarmiðstöðinni, Pálmar Örn Guðmundsson opnaði sýningu á nýja bókasafninu í Iðunni og Svíinn Sture Berglund frá vinabænum Piteå í Framsóknarhúsinu. 

Hér eru hópurinn sem kom frá vinabænum Piteå í Svíþjóð til að taka þátt í Menningarvikunni í Grindavík, búin að stilla sér upp í Framsóknarhúsinu á Víkurbraut. Lengst til hægri er listamaðurinn Sture Berglund sem þar sýnir verk sín og einnig ljósmyndir af stórum náttúruverkefnum sem hann hefur tekið þátt í að móta.

Pálmar Örn Guðmundsson opnaði skemmtilega sýningu í nýja bókasafninu. Við hverja mynd er að finna sögu um tilurð myndarinnar sem gefur sýningunni enn meiri dýpt.

Helga Kristjánsdóttir sýnir á gamla bókasafninu. Hér er hún við eitt af frábærum verkum sínum.

Auk Helgu sýna tveir myndalistamenn frá Úrkaínu og einn frá Hvíta-Rússlandi, í aðstöðu gamla bókasafnsins.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!