Ólafía Hrönn Egilsdóttir 7.U hreppti 2. sćtiđ í Stóru upplestrarkeppninni

  • Fréttir
  • 13. mars 2015

Lokahátíð Stóru-upplestrarkeppninnar var haldin í Tjarnarsal, Stóru-Vogaskóla, í gær fimmtudaginn 12.mars.
Keppnin er haldin árlega á milli Gerðaskóla í Garði, Grunnskóla Grindavíkur og Stóru-Vogaskóla .
Á hátíðinni keppa nemendur í 7. bekk, fjórir úr hverjum skóla, sem valdir hafa verið á hátíðum í hverjum grunnskóla fyrir sig. Þeir lesa brot úr skáldverki og ljóð og voru skáld Stóru upplestrarkeppninnar að þessu sinni Guðrún Helgadóttir og Anton Helgi Jónsson.

Veitt voru verðlaun fyrir þrjá bestu upplesarana og var Emilía Ýr Bryngeirsdóttir nemandi frá Gerðaskóla í fyrsta sæti, í öðru sæti var Ólafía Hrönn Egilsdóttir 7. U nemandi frá Grindavík og í þriðja sæti var Rut Sigurðardóttir nemandi frá Stóru Vogaskóla. Að auki fengu allir keppendur ljóðabók sem félag íslenskra bókaútgefanda gaf út sérstaklega fyrir þessa keppni.
Í hléi komu fram ungir hljóðfæraleikarar úr skólunum og spilaði Natalia Jenný Lucic Jónsdóttir á píanó fyrir hönd Grindavíkur.
Smellið hér til að sjá myndasafn á heimasíðu Gerðaskóla.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir