Helga međ málverkasýningu ásamt góđum gestum

  • Fréttir
  • 10. mars 2015

Helga Kristjánsdóttir verður með málverkasýningu ásamt góðum gestum í húsnæði gamla bókasafnsins á 2. hæð í verslunarmiðstöðinni að Víkurbraut 62, í Menningarvikunni. Vegur Helgu í myndlistinni hefur sannarlega farið vaxandi undanfarin ár og þykir hún einfaldlega með þeim fremri á þessu sviði hér á landi.

Helga steig sín fyrstu spor í myndlistinni 1995 í Myndlistaskóla Reykjavíkur og síðar í Myndlistaskólanum í Kópavogi. Þá tók hún þátt í Master Class hjá Bjarna Sigurbjörnssyni. 2002 flutti hún til Barcelona og lærði þar málara-listina í Escola Masssana centre d'Art Disseney. Hún tók einnig þátt í vinnustofum með Cynthia Packard í Boston 2008 og með Serhiy Savchenko í Úkraníu 2010.

Helga hreifst snemma af abstrakt málaralist og hefur einbeitt sér að kröftugum og litríkum verkum, innblásin af krafti íslenskrar náttúru og landslags. Hún hefur aðallega unnið með olíu á strika en einnig með önnur form. Hún hefur bæði haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum.

Með Helgu sýna þrír útlendir málarar. Þeir eru; Serhiy Savchenko frá Úkraníu, Eduard Belsky frá Úkraníu og Alexandr Zabavchik frá Hvíta-Rússlandi. Helga hefur kynnst þeim í gegnum sýningar og nám sitt erlendis. Tveir af þeim hafa komið til Íslands og haldið sýningu í Anarkíu listasal í Kópavogi. Allt eru þetta frábærir listamenn. 

Sýningin verður opin 14. og 15. mars frá kl. 13:00-17:00 og frá 16.-20. mars fá kl. 08:00-18:00. 

Helgina 21. og 22. mars verður opið hús í vinnustofu Helgu Kristjánsdóttur listmálara að Vörðusundi 1.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!