Birtan eins árs

  • Fréttir
  • 2. mars 2015

Birtan, félagsskapur fólk sem greinst hefur með krabbamein á eins árs afmæli um þessar mundir en þann 4. janúar 2014 hittumst við Kristín og Sveinn á Bryggjunni og ákváðum að stofna félagsskap fólks sem hefur greinst með krabbamein. Félagsskapurinn fékk nafnið Birtan.

Hópurinn er fyrst og fremst hugsaður sem létt spjall og stuðningur við hvort annað og fór starfið rólega af stað því við vildum sjá hvort það væri grundvöllur fyrir svona félagsskap í litlu bæjarfélagi.

Í dag hittist hópurinn einu sinni í mánuði, meðlimir eru 26 og hefur það vakið athygli hvað karlmenn eru duglegir að mæta.

Fyrir þá sem hafa áhuga að bætast í hópinn með okkur er hægt að mæta í Miðgarð, Víðihlíð kl. 11.00 fyrsta laugardag í mánuði eða hafa samband við Kristínu s: 845 9140 Nova nr. 773 1663 eða Svein s: 618 9367 og fengið nánari upplýsingar.

Kveðja
Kristín Guðmundsdóttir og Sveinn Árnason.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir